Fótbolti Evrópu

Fótboltaáhugi minn var vakinn í fyrra þegar karlar kepptu á Evrópumeistaramótinu og hann endurvakinn þegar konurnar kepptu núna. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi ekki komist upp úr riðlinum langaði mig til að fylgjast með. Vegna ferðalaga missti ég af báðum undanúrslitaleikjunum á fimmtudaginn og svo yfirsást mér fullkomlega hvenær leikurinn um bronsið átti að vera en horfði á úrslitaleikinn áðan. Mikil spenna. En mig langaði að vita hvernig hefði farið hjá Austurríki og Englandi, tveimur sterkum liðum í mótinu. En viti menn, það virðist ekki hafa verið neinn leikur um 3. sætið.

Ég fletti þá upp úrslitunum í leikjum karlanna á síðasta ári -- og þar var hið sama upp á teningnum, haha. Er ekkert 3. og 4. sæti í boltaíþróttum?


Bloggfærslur 6. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband