Ferđaţjónustan stođin sem fiskurinn var

Ég man ţegar fiskifréttir, aflafréttir, afkomutölur og ţess háttar voru fyrirferđarmestar í fréttatímum RÚV. Nú er fiskur bara ein ađalstođ af ţremur og í hádeginu í dag var fyrsta frétt af konu sem hafđi veriđ vikiđ til hliđar fyrir karl viđ leiđsögn.

Hún er líka á vefnum. 

Sjálfsagt á bćđi eftir ađ rćđa og rannsaka ţetta mál betur en mín fyrstu viđbrögđ eru ađ konan rćđur sig til starfs og henni virđist vikiđ úr ţví starfi ÁN UMSAMINNA LAUNA. Í alvörunni?

Í alvörunni? Ég veit ađ atvinnuöryggi međal leiđsögumanna er í skötulíki af ţví ađ nćstum allir eru lausráđnir en ef ég rćđ mig í vikuferđ, sem dćmi, og ţjónusta mín er afţökkuđ vegna ţess ađ túristarnir eru karlrembur frá [...] sem líta svoleiđis á ađ akstur sé trúarbrögđ -- tóm ágiskun -- á ÉG ekki ađ gjalda fyrir ţađ međ launamissi.

Nú skal ég viđurkenna fyrir ykkur ađ ferđakaupendur hafa stundum beđiđ um konur, já, af ţví ađ ţćr lúkki betur á skipinu og kannski af ţví ađ ţeir halda ađ ţćr séu ţjónustulundađri og nenni frekar ađ hella brosandi í staupin í hvataferđum. Glćnýjar fréttir? Hallćrislegt? Guđ minn góđur, já. Brot á jafnréttislögum?

En ađ hlunnfara manneskju um launin ţegar ferđ er hafin er ofvaxiđ skilningi mínum. Ţađ vantar stórkostlega mikilvćgar upplýsingar í fréttina, konan hefur ráđiđ sig svart og hefur enga réttarstöđu eđa hún ţekkir ekki rétt sinn. Nema mér yfirsjáist eitthvađ í frásögninni. Hvađ?

Ég skil vel ađ launafólk sniđgangi ferđaţjónustuna, ţetta er ormagryfja.

Svo minni ég á ađ mánađarlaunin eru 330.000 kr. Og muniđ ţiđ ekki örugglega hvađ ég var ađ segja um atvinnuöryggiđ?


Bloggfćrslur 7. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband