Um hvað verður kosið eftir mánuð?

Eigi veit ég það svo obbosslega gjörla, eins og sagt var í áramótaskaupinu eitt árið, en við hinn óákveðna kjósanda vil ég segja: Segjum að tekjur ríkisins séu 1.000 milljarðar. Í hvað viltu að þeim verði varið og hverjum treystir þú best til að gera það?

Til viðbótar: Fjárstjórn er hreyfiaflið því að allt kostar okkur peninga. Og þótt maður noti það sem útgangspunkt þýðir það ekki endilega að maður eigi að slá af hugsjónunum. Ég held þvert á móti að það geti farið vel saman. Og þótt sumir treysti engum verða samt 63 þingmenn kjörnir og hvert atkvæði skiptir máli.

Hvaða einstaklingur er best til þess fallinn að halda utan um bankareikninga íslenska ríkisins?


Bloggfærslur 29. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband