Himnaríki og helvíti

Sá þriggja tíma sýningu í Borgarleikhúsinu og leiddist aldrei. Frábært leikaralið, vel hönnuð sviðsmynd og svo auðvitað hin magnaða saga Jóns Kalmans Stefánssonar. Við sátum á 2. bekk sem var helsti gallinn, sérstaklega hjá mér sem sá hnakka mannsins á 1. bekk fullvel nema ég æki mér í sætinu, en á móti sá ég þegar B. kólnaði illilega á sviðinu. Ég sver það, hann króknaði fyrir augunum á mér.

Farið bara.


Bloggfærslur 15. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband