Faðirinn í Kassanum

Stóri bróðir minn fór að sjá Föðurinn í leikhúsinu og var yfir sig hrifinn. Gott ef hann gaf honum ekki 10 af 10 þannig að ég var dálítið efins. Samt fór ég og varð líka yfir mig hrifin. Ég er þegar búin að blaðra í nokkra af hverju en ef mínir fimm dyggu lesendur eiga eftir að sjá sýninguna vil ég ekki spilla upplifuninni. Læt þó eftir mér að segja að mér fannst sýningin eftir hlé betri sem ég held að helgist af því að ég þekki ekki vel sjúkdóminn alzheimer ...


RÚV vs einkareknir fjölmiðlar

Er ekki undarlegt að einn fjölmiðill, þótt góður sé og ég hlusta mikið á, fái árlega marga milljarða á fjárlögum OG sé á auglýsingamarkaði? Ég veit að heilbrigð samkeppni á erfitt uppdráttar á Íslandi vegna fámennis en ég efast um að látið hafi verið reyna á. Nú stíg ég sjálfsagt í spínatið af því að ég veit ekki um laun allra, viðhaldskostnað allra tækja, rekstrarkostnað húsnæðis o.s.frv. en ef fjölmiðlun á að vera frjáls, þ.m.t. blaðaútgáfa, verða miðlarnir að sitja við sama borð.


Bloggfærslur 7. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband