Stríð er skaðvaldur

Ég átta mig á að í fyrirsögninni felast ekki ný tíðindi en bíómyndin sem RÚV endursýndi í gærkvöldi (gerð 2007) er svo mögnuð að hún kallar á færslu. Stoltir bandarískir foreldrar missa báða syni sína – fyrir föðurlandið gæti maður haldið. En þegar betur er að gáð og pabbinn fer á vettvang, ber í borðið og heimtar rannsóknir og svör kemur ýmislegt á daginn sem ekki síst særir stolt hans sjálfs. Skrifræðið var svakalegt en á bak við allar tölvurnar sem vísa syrgjendum á næstu hæð eða í næstu deild er fólk sem hefur tilfinningar og gerir að lokum það sem þarf.

Sem sagt: Ekkert nýtt en bara svo hrikalega vel gert. Og Tommy Lee Jones og Charlize Theron eru ólýsanlega frábær í hlutverkum sínum. Ég get ekki heldur rökstutt það.

 

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband