Tælensku strákarnir

Eins og allur heimurinn óska ég þess að fólk í sjálfheldu komist úr henni. Mér finnst hins vegar (myndrænn) fréttaflutningur af björgun fótboltastrákanna svo ótrúverðugur að ég hlýt að efast. Aðstæður eru þröngar, tímaramminn knappur -- og svo birtast vídeó úr vatninu! Það þarf sérhæfða kafara til að komast að strákunum (og náðu þeir 13 eina glugganum í allt heila sumar til að komast án súrefniskúta í hellinn?) og eru þá líka til sérhæfðir myndatökumenn sem kunna á súrefniskútana og hafa pláss til að athafna sig? Og eðlilega kann enginn við að hafa orð á þessu.

Hvað sem efasemdum mínum líður vona ég virkilega að innilokað fólk komist úr hellinum sínum.


Veðurhæði

Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að ég væri veðurháð og D-vítamíndýrkandi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að ég hefst ágætlega við í sólarleysinu (tímabundið), ég á bara bágt með að vera inni þegar veður er kjörið til útivistar.

Þetta var merkismoli annarrar viku júlímánaðar. Hoho.


Bloggfærslur 10. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband