Þegar maður er óhæfur til verka

Maðurinn er búinn að halda starfinu í tæp 22 ár og lesandi gæti ætlað að maðurinn hefði eitthvað með sér. 

Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði í kjölfarið framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída. Hann var fangelsismálastjóri frá 1988 til 1997 og varalögreglustjóri frá 1997.

Trúlega hafði hann áhuga og getu til að byrja með en þegar átta af níu nánustu undirmönnum hafa lýst yfir vantrausti hlýtur eitthvað að vera að einhvers staðar. Af hverju fer hann þá í burtu með fulla vasa af peningum? Ég hef alveg unnið með einum eða tveimur útbrunnum starfsmönnum á langri starfsævi og ég held að það fólk hafa fæstar efasemdir um eigin getu eða hæfni. Ég held að fólk brenni nefnilega ekki bara út af álagi eða ofmetnaði.


Bloggfærslur 3. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband