Aðgerðalaus í vinnu

Vill einhver vera aðgerðalaus í vinnu heilu dagana? Ég ímynda mér að öllum finnist næs að geta liðkað axlirnar og jafnvel átt einn og einn rólegan dag en fjandakornið ekki að sitja iðjulaus í vinnunni allt sumarið svo ég nefni eitthvað af handahófi.

Nú er tæknin orðin þannig að í mörgum störfum er margt fljótunnara en áður. Er ekki eðlilegt að báðir aðilar njóti góðs af, sá sem veitir vinnuna og sá sem vinnur vinnuna?

Ég vona af faglegum ástæðum að í síðasta lagi árið 2021 verði lögboðin vinnuvika 35 stundir á viku -- og til vara 32 stundir, fjórir heilir dagar.


Bloggfærslur 6. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband