Að fara málvillur vegar

Fyrir nokkrum dögum stofnaði Borgarbókasafnið málvilluþráð á Facebook. Mér fannst það bara ágætlega til fundið en nokkuð margir tóku það óstinnt upp og töluðu um að með því að tala um málvillur væri verið að fæla fólk, kannski helst yngsta fólkið, frá því að tala íslensku. Kannski er eitthvað til í því. Það er óvíða, skilst mér, sem fólk er dregið sundur og saman í orðum fyrir að verða fótaskortur á tungunni eða hreinlega þekkja ekki orðatiltæki og fara „rangt með. Hér jaðrar það við stéttamismunun.

Ég hef örugglega haft orð á því hér áður en við þetta tækifæri rifjast upp fyrir mér þegar „einhver“ (sem ég man nafnið á en vil ekki skrifa) fór eins og stormsveipur um internetið eftir hrunið 2008 og gagnrýndi málfar og rithátt þeirra sem honum var uppsigað við í pólitík. 

Borgarbókasafnið bryddar upp á ýmsu skemmtilegu, biður ekki síst fólk um að nefna skemmtilegar og minnisstæðar bækur, en kannski ættum við að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. 


Bloggfærslur 22. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband