Fokkings smálán

Fjármögnunarfyrirtæki

 Ég veit ekki til þess að ég þekki neinn sem hefur fengið smálán með ólöglegum vöxtum en geri ráð fyrir að ég þekki samt einhvern sem hefur fengið þannig lán eða þekki a.m.k. einhvern sem þekkir einhvern sem hefur tekið smálán. Hvað sem mér líður hafa þessi lán verið á markaði og einhverjir hafa nýtt sér þau og okurvextir hafa verið lagðir á og innheimtir.

Djöfulsins.

Hóparnir sem eru útsettastir fyrir þessum lánum eru þeir sem eru viðkvæmir fyrir, sjálfsagt með lítið fjármálalæsi og áreiðanlega svo illa staddir fjárhagslega að þeir geta alls ekki endurgreitt mörg þúsund prósent vexti á neyslulán, kannski til að geta keypt í matinn eða kannski bara nammi með bíómyndinni. Öll gagnrýni mín hér beinist að þeim sem nýta sér þessar smugur.

Nú er enn búið að fjalla um ólögmæti þessa en þegar ég opna veðurappið í símanum mínum er auglýsingaborði frá „fjármögnunarfyrirtæki“.

Fokk. Útilokið þessi fyrirtæki, þið sem hafið verkfærin til þess. Ég exa auglýsinguna út en einhverjir slá kannski lán og eru svo ekki borgunarmenn fyrir þessum fáránlegu vöxtum sem eru enn rukkaðir.

Svo er ég að hugsa um annað. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir óljóst hver muni tryggja að Kredia Group endurgreiði oftekna vexti af smálánum. Þar sem smálánafyrirtækin séu hvorki leyfis- né skráningaskyld hér á landi sé erfitt að meta umfang lánanna.“ Hver ætlar að borga kostnaðinn við að skoða umfangið og reikna þetta út? Við erum ekki að tala um einn dag hjá Seðlabankanum/Fjármálaeftirlitinu eða umboðsmanni skuldara, við erum örugglega að tala um fimm stöðugildi í heilt ár. Hvernig væri að láta okrarana skila peningunum til þeirra sem voru ofrukkaðir og borga svo bara sekt fyrir að brjóta lög?

Fokk. Ef ég væri í pólitík væri þetta hitt málið sem ég myndi eyða öllum mínum kröftum í að breyta.

 

 

 


Bloggfærslur 28. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband