Enn verið að innheimta ólögleg smálán?

Getur þetta verið? Hvað með leyfi þessara smálánafyrirtækja? Einhvern tímann hafa þau verið veitt. Er ekki hægt að afturkalla þau? Eða má hver sem er byrja að lána fólki 10.000 kr. í gegnum app og rukka 20.000 kr. viku síðar? 

Lög eru brotin. Er virkilega svona flókið að beita viðurlögum? Ef maður keyrir of hratt eða yfir á rauðu ljósi missir maður kannski ekki punkt (eða fær hann, hvernig sem það er hugsað) ef maður krossleggur handleggina og setur upp fýlusvip. Ræður maður hvenær maður fer að lögum?

Hvernig stendur á að ekki er hægt að uppræta ólöglega starfsemi?


Bloggfærslur 31. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband