Gagnrýni

Ef áhorfandi er ánægður með bíómynd spyr fólk oft ekkert meira, spyr ekki: Hvað var gott? Ef maður er óánægður með myndina er hann spurður: Nú, hvað var að?

Ég veit að fólk gagnrýnir og allt það en getur ekki verið að sumir segi bara allt fínt til þess að þurfa ekki að rökstyðja skoðun sína, sérstaklega ef þeir þekkja þann sem á myndefnið? Það er auðveldara.

Ég er bara að spekúlera í þessu af því að ég gagnrýndi einn sem ég þekki og allir sem hann var búinn að heyra í voru svo ánægðir. En stundum situr bara eftir einhver tilfinning og maður lætur duga að tala út frá henni. Og myndin var alveg notaleg frumraun.


Bloggfærslur 12. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband