Talgreinir -- opinn hugbúnaður

Eitt af skilyrðum fjárlaganefndar fyrir fjárveitingu til þróunar talgreinis sem breytir mæltu máli í ritað mál var að hugbúnaðurinn yrði opinn. Talgreinirinn er vissulega ekki útskrifaður en allir geta nýtt sér talgreini á vefsíðu HR. Og markmiðið er að hann muni nýtast þeim stéttum sem þurfa að skrifa ræður, yfirheyrslur, viðtöl og þess vegna eigin þýðingar á bókmenntaverkum. Hugsið ykkur tímann sem getur sparast – sem og vöðvabólguna sem notendur geta sloppið við.

Við viljum ekki þvo í höndunum, bera píanó á bakinu eða standa í röð á bókasafninu til að láta mynda fyrir okkur lánsbækurnar – ég vil a.m.k. vera með í fjórðu iðnbyltingunni, líka þegar reynir á hugarvinnu.

Og væri ekki frábært ef hægt væri að stytta vinnuvikuna? Lög um 40 stunda vinnuviku eru að verða hálfrar aldar gömul. Gætum við verið að tala um 30 stunda vinnuviku árið 2022?


Bloggfærslur 12. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband