Hjólum stolið

Hjólum virðist vera stolið í atvinnuskyni. Og hvað getur sá gert sem verður fyrir barðinu á slíkum þjófnaði? Ég er ekki búin að lesa öll persónuverndarlögin frá 2018 en miðað við reynslu Valda í Hjólakrafti er réttur þjófsins meiri en þess sem stolið er frá. Valdi er sem betur fer með öflugt tengslanet og bæði hjólin sem var stolið frá honum fyrir 10 dögum hafa fundist og eru komin aftur heim í Hjólakraft.

Bróðurdóttir mín varð fyrir svipuðu í vikunni, á að vísu ekki myndir og hefur engin tök á að endurheimta hjólið nema einhver athugull sjái það eða sé boðið það til kaups. Djöfulsins.

Við þurfum greinilega öll að taka að okkur að vera hið vökula auga löggæslunnar og eitt skrefið er að kaupa ekki notað hjól af einhverjum sem við höldum að eigi það kannski ekki.

 


Bloggfærslur 28. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband