Hvítur, hvítur dagur

Ég var með miklar væntingar til Hvíts, hvíts dags eftir að sjá kynningarstikluna og leikurinn stóð undir þeim en söguþráðurinn ekki. Það var ein óvænt vending í myndinni og hún var samt klisja. Ég er ekki að biðja um neitt últraraunsæi en er ekki dálítið vel í lagt að vera með tvær löggur í galla og eina gallalausa í litlum bæ?

Hins vegar fá löggurnar hrós fyrir allar kleinurnar og öll vínarbrauðin sem voru borin inn á löggustöðina.

Sem betur fer er ég ekki með eins marga lesendur og Jón Viðar sem fékk aldeilis yfir sig gusurnar fyrir að hallmæla myndinni.


Bloggfærslur 8. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband