TF-SIF verður ekki seld

Ég er með kenningu. Flugvélin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar boðar að eigi að selja vegna bágrar fjárhagsstöðu Gæslunnar - svona eins og að selja hefilinn frá Vegagerðinni, röntgentækið frá Domus Meidica eða mælaborðið úr bílnum - verður ekki seld. Það stóð aldrei til. Ég ítreka að þetta er kenning mín. Annað hvort er þetta smjörklípa til að dreifa athygli okkar frá einhverju öðru eða eitthvert annað bragð til að snapa athygli og fá samúð og svo ógurlegt þakklæti þegar sölunni verður afstýrt. Kannski verður landssöfnun og okkur gefst öllum kostur á að leggja þúsundkall í púkk.

Ég neita að æsa mig yfir þessu vegna þess að þetta er smellubeita einhvers.


Bloggfærslur 2. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband