Háskólann í Reykjavík til Garðabæjar

Ég er enn stúrin yfir að HR hafi ekki tekið lóðina í Urriðaholti. Háskólinn í Garðabæ væri bara rækalli flott nafn, og ábyggilega flottur skóli. Ég hef fulla trú á HR (sem ég vildi að væri HG). Matti hefur kennt þar og það eru ótvíræð meðmæli.

Og Vatnsmýrina og Öskjuhlíðina hefði ég viljað hafa undir annað en HR. Ég hugsa með angist til þess sem á eftir að gerast í Vatnsmýrinni næstu árin.

Annars var ég að reyna að rifja upp hvað Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor í Bifröst, sagði í einum fréttatíma um daginn. Var hann ekki eitthvað að tala um að setja upp skóla í varnarliðshúsakynnunum sem standa núna tóm og draugaleg suður í Reykjanesbæ? Og ef hann var að því, af hverju hef ég þá ekki heyrt nema eitt múkk? Eða heyrði ég ekki einu sinni eitt múkk? Dreymdi mig þetta?

Við þurfum að herða okkur í menntasókninni, auka fjölbreytni og dreifa skólunum. Við verðum að fá fiskvinnslunám. Og meira iðnnám. Verknám.

Ég er á innsoginu. Hvernig ætli ég verði næst þegar ég þarf að ráða smið eða pípara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Bragason

Sæl Berglind,  ég er fullkomlega sammála þér varðandi HR og Öskjuhlíð.

Baldur Már Bragason, 16.2.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband