Talnaleikur hagsmunaaðila

Inn í allar breytur bæði greiningardeildanna og fasteignasalanna vantar alltaf hinn mannlega þátt. Það er auðvitað staðreynd að fasteignaverð hefur hækkað undanfarin nokkur ár, um það verður ekki deilt, en að fasteignamarkaðurinn sé núna aftur að taka við sér er túlkunaratriði. Og þegar þróunin er skoðuð og metin eru alltaf viðskiptafræðingar bankanna - sem hafa hag af því að lána og hreinlega af því að einhverjir fari flatt á lánunum - og fasteignasalar - sem í flestum tilfellum taka prósentur af söluverði - spurðir. Einstaka sinnum stjórnmálamenn en ég man ekki eftir því núna um hríð.

Hvað finnst fólki sem hefur neyðst til að kaupa á uppsprengdu verði og ekki ráðið við það? Er fasteignamarkaðurinn aftur að taka við sér í þess augum? Hvað með fólkið sem flytur í önnur héruð, kaupir minni íbúðir en það telur sig þurfa, fer á leigumarkaðinn? Hver er huglæg túlkun þess til fasteignamarkaðarins? Hvaða áhrif hafa svona segðir á þá sem eru núna að leita sér að íbúð eða leita sér að kaupendum?

Frændi minn keypti í vikunni fjögurra herbergja íbúð í hverfi 104, 87 fermetra, á rúmar 17 milljónir. Sú sala er meðal þessara 135 samninga sem voru gerðir um eignir í fjölbýli. Sá seljandi er líklega skælandi núna þótt hann hafi áður verið stúrinn yfir því að íbúðin hreyfðist ekki í þrjá mánuði.

Mér finnst fasteignamarkaðurinn ekkert að taka við sér enda hef ég horft á sömu eignirnar á sölu mánuðum saman. Hins vegar er alltaf svolítið um að góðar eignir seljist eins og skot.  


mbl.is Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu rúmir 4,5 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband