Gengið

Ég fór til Kaupmannahafnar í síðasta mánuði, bara til að vera í nokkra daga en ég fór samt í bankann og keypti mér danskar krónur, agalega glöð yfir að gjaldeyrishöftum hefði verið aflétt. Ég veit að ég gat það áður en með algjöru afnámi haftanna fannst mér ég hafa endurheimt eitthvað af frelsinu á ný. Þá var gengi dönsku krónunnar rúmlega 15 íslenskar, svipað og það er núna. Fyrir ári var danska krónan 18,5 íslenskar og ári þar á undan tæpar 20. Já, frábært fyrir mig sem stend ekki í neinum stórkostlegum viðskiptum að þurfa lítið að borga fyrir gjaldeyri. En 15. júní 2007 stóð hún í rúmum 11 kr. og hvað gerðist skömmu síðar?

Ég er ekki neinn hitamælir á efnahagsástand þjóða en ég heyri hvað ferðaþjónustan segir. Vara sem kostar 1 evru á meginlandi Evrópu kostar 15-20 evrur hér! Þetta er ekki í lagi og þá þarf að laga það.

Á ég að gera það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband