Ferðaþjónustan stoðin sem fiskurinn var

Ég man þegar fiskifréttir, aflafréttir, afkomutölur og þess háttar voru fyrirferðarmestar í fréttatímum RÚV. Nú er fiskur bara ein aðalstoð af þremur og í hádeginu í dag var fyrsta frétt af konu sem hafði verið vikið til hliðar fyrir karl við leiðsögn.

Hún er líka á vefnum. 

Sjálfsagt á bæði eftir að ræða og rannsaka þetta mál betur en mín fyrstu viðbrögð eru að konan ræður sig til starfs og henni virðist vikið úr því starfi ÁN UMSAMINNA LAUNA. Í alvörunni?

Í alvörunni? Ég veit að atvinnuöryggi meðal leiðsögumanna er í skötulíki af því að næstum allir eru lausráðnir en ef ég ræð mig í vikuferð, sem dæmi, og þjónusta mín er afþökkuð vegna þess að túristarnir eru karlrembur frá [...] sem líta svoleiðis á að akstur sé trúarbrögð -- tóm ágiskun -- á ÉG ekki að gjalda fyrir það með launamissi.

Nú skal ég viðurkenna fyrir ykkur að ferðakaupendur hafa stundum beðið um konur, já, af því að þær lúkki betur á skipinu og kannski af því að þeir halda að þær séu þjónustulundaðri og nenni frekar að hella brosandi í staupin í hvataferðum. Glænýjar fréttir? Hallærislegt? Guð minn góður, já. Brot á jafnréttislögum?

En að hlunnfara manneskju um launin þegar ferð er hafin er ofvaxið skilningi mínum. Það vantar stórkostlega mikilvægar upplýsingar í fréttina, konan hefur ráðið sig svart og hefur enga réttarstöðu eða hún þekkir ekki rétt sinn. Nema mér yfirsjáist eitthvað í frásögninni. Hvað?

Ég skil vel að launafólk sniðgangi ferðaþjónustuna, þetta er ormagryfja.

Svo minni ég á að mánaðarlaunin eru 330.000 kr. Og munið þið ekki örugglega hvað ég var að segja um atvinnuöryggið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband