Sænska búðin

Ég var að frétta að H&M væri sænsk keðja en mér er alveg sama og ætla ekki að fletta því upp. Ég skil ekki alveg hæpið í kringum súperopnun á súperbúð sem á að vera alveg súper en ég hef vissulega leitað hana uppi í útlöndum. Ég skil hæpið allra síst fyrir það að Íslendingar, ekki síst sú kynslóð sem virðist hafa safnast saman í Smáralind í gær, versla flest (að sögn) í útlöndum og svo á netinu. Af hverju er svona mörgum í mun að fá búð með risaspeglum og flottum ljósakrónum þegar þetta sama marga fólk vill geta flett í gegnum vöruúrvalið heima hjá sér í tölvunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband