Hattur ofan

Ekkert er mér hugleiknara núna en að fá fram skýr kosningaúrslit 28. október nk. Fólk sem velst til þingmennsku þarf að vera skýrt í hugsun og tali, hafa metnað fyrir hönd þjóðarinnar og vilja til að vinna vel í þágu okkar, almennings. Vissulega má gera ráð fyrir að í hópi frambjóðenda séu svartir sauðir en heilt yfir trúi ég því að fólk hafi heiðarlegan ásetning og ég verð að taka undir með einum eða tveimur í kringum mig sem hafa hrósað fólki sem gefur kost á sér til samfélagsstarfa þar sem úrlausnarefni eru oft flókin og tímafrek.

Ég veit mætavel að veist hefur verið að fólki sem hefur lagt sig allt fram um að vinna í þágu stóra hópsins en ég vona að við vöndum valið eftir tæpan hálfan mánuð og fáum bestu úrslitin -- skýr úrslit og starfhæfa ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband