#metoo #höfumhátt

Fyrir nokkrum árum var ég leiđsögumađur međ lítinn ţýskumćlandi hóp. Í annarri gistingunni vorum viđ bílstjórinn látin vera saman í smáhýsi. Viđ fengum samt hvort sitt herbergiđ. Ég hef samúđ međ ferđaţjónustunni ţannig ađ ég lét gott heita. Bílstjórinn virtist í lagi, ekkert ađlađandi en fínn bílstjóri, duglegur ađ tala viđ túristana og svona, en undir háttumál, ţegar ég lá í rúminu mínu í mínu herbergi og var ađ lesa mér til fyrir nćsta dag kallađi hann innan úr stofunni ađ ég lćsi of mikiđ og kom svo inn, strauk handarbakinu viđ kinnina á mér og sagđist gjarnan vilja liggja međ mér.

...

Ég, alveg bullandi međvirk, vék mér undan og sagđi: Nei, takk.

Nei, takk!?

Ţegar ég fór ađ sofa staflađi ég bókum viđ hurđina ţví ađ enginn var lásinn.

Ég hafđi enga ástćđu gefiđ honum til ađ halda ađ mér fyndist ţetta góđ hugmynd. Nćstum öll ferđin var eftir. Ég forđađist bílstjórann eins og ég gat. Mér leiđ óţćgilega og ţađ smitađist út í ferđina.

Ţegar ferđin var búin skilađi hann mér heim og ég hálfhljóp í burtu en samt spurđi hann: Fć ég ekki einn koss í kveđjuskyni?

...

Ég hef ekkert oft lent í ţessu. Flestir bílstjórar sem ég hef keyrt međ eru frábćrir og faglegir samstarfsmenn. Ég man m.a.s. sjaldnast eftir ţessu atviki en, fokk, hvađ ţessi mađur kunni ekki mannasiđi. Og ferđaskrifstofunni var alveg sama. Ég man ekki lengur hvađ bílstjórinn heitir en ég gleymi ekki hver réđ mig í ţessa ferđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband