Vika til stefnu

Ég var að horfa á þátt Gísla Marteins þar sem yfirvofandi kosningar komu við sögu. Ungir viðmælendur Berglindar festival ætla að kjósa í alþingiskosningunum 28. október en vildu gjarnan vita hvað frambjóðendur væru til í að gera fyrir ungt fólk, t.d. í húsnæðismálum.

Það er samt viðbúið að margt ungt fólk kjósi ekki sem er grátlegt. Ég hef lengi verið mér meðvituð um að atkvæðisrétturinn er ekki sjálfgefinn en í gær fór ég aukinheldur á frábæran fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, fyrirlestur sem vinkona mín samdi reyndar og flutti, um réttinn til að kjósa. Fyrir 100 árum fékk fólk ekki að kjósa ef það var skuldsett. Það gat jafnvel haft atkvæðisrétt en misst hann ef það fór „á sveitina“. Ein átakanleg saga var af konu sem var mætt á kjörstað en var ekki á kjörskrá og var því gerð afturreka.

Ef fólk þáði fátækrastyrk gat það ekki kosið og það var að hluta til undir yfirvaldinu komið hvernig styrkþegi var metinn. Og yfirvaldið var gjarnan frambjóðandi.

KJÓSUM. Veljum þann lista sem við trúum mest á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"hvað frambjóðendur væru til í að gera fyrir ungt fólk"

Já þett snýst víst allt um hvað stjórnmálamenn eru tilbúnir að gera fyrir ÞIG - þó það sé á kostnað annarra

Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband