6,5 milljarðar

Á bls. 256 í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 sýnist mér liðurinn „trúmál“ fá 6,5 milljarða og leyfi mér að giska á að obbinn fari til þjóðkirkjunnar sem biskupinn stýrir víst af stöku ráðleysi. Er ekki kominn tími til að taka til?

Getum við ekki verið sammála um það?

Eða var því kannski breytt daginn fyrir áramót?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stór hluti af þessu er sóknargjöld meðlima trúar- og lífsskoðanafélaga.

Annar stór hluti af þessum 6,5 milljörðum er kaup kaups vegna kirkjujarðanna.

Jón Valur Jensson, 1.1.2018 kl. 22:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Áhugavert að kirkjujarðirnar virðast aldrei verða greiddar að fullu. Nema það sé leigan sem sé bara gjörsamlega út úr kortinu öldum saman. Og annað áhugavert að ,,stór hluti" sé til lífsskoðunarfélaga. Væntanlega langstærsti hlutinn til þess lífsskoðunarfélags sem tapar og tapar áskrifendum.

Berglind Steinsdóttir, 1.1.2018 kl. 22:34

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leigan hefur einungis verið frá árinu 1907 og leiguígildið einungis frá 1997 eða 1998. Ársleigan/leiguígildið er bara partur af 6,5 milljörðunum og er ekki mikið í reynd, miðað við t.d. leigukjör sem ríkinu bjóðast á fasteignum.

Ég sagði aldrei, að "stór hluti" væri til lífsskoðunarfélaga, því að enn sem komið er -- og sem betur fer -- eru trúfélögin með verulega félagahlutdeild meðal landsmanna, en trúleysingjafélög ekki.

Hættið þessu sífri, trúlitlir! Minnizt þess, að meirihluta kirkjueigna (klaustra- og biskupsstóla-jörðum o.fl. eignum) rændi danski kóngurinn um siðaskiptin og að íslenzka ríkið tók svo snemma á 20. öld við því, sem kóngarnir höfðu ekki selt úr því eignasafni. Ríkið veraldlega er því e.k. þjófsnautur konunglega valdsins. En áfram halda trúleysingjar sífri sínu!

Jón Valur Jensson, 1.1.2018 kl. 23:09

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er sá er yrkir jörð kirkjunnar, í sveita síns andlits, trúleysingi og heldur silfri sínu, Jón Valur? Hvernig eignaðist kirkjan þessar jarðir? 

 Trúin er mesta böl, sem lagt hefur verið á mannkyn allt. Trúnni fylgja hinsvegar ýmis gildi, sem mannskepnan telur sér hollast að fylgja. 

 Það eru mennirnir sem bregðast, ekki trúin. Péturskirkjan í Róm er ömurlegur minnisvarði um kexruglaða karla, sem enn ganga um í kjólum, með þríhyrning á hausnum.

 Árið er 2018 og enn skal ausið í þetta rugl rúmlega sex þúsund milljónum!

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2018 kl. 04:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér kemurðu mér óneitanlega á óvart, Halldór! Orð þín: "Trúin er mesta böl, sem lagt hefur verið á mannkyn allt," eru býsna groddaleg alhæfing sem þú reynir ekki einu sinni að sanna og getur ekki sannað í reynd. Kristin trú er ennfremur eðlisólík mörgum trúarbrögðum mannkyns, bæði að grunni og inntaki.

Jón Valur Jensson, 2.1.2018 kl. 08:50

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Berglind

Rétt er það sem Jón Valur segir þér. Langstærstur hluti þess sem um ræðir eru sóknargjöld sem ríkið innheimtir, samkvæmt samkomulagi og að beiðni ráðherra upphaflega síðan 1987, í gegn um tekjuskattskerfið og skilar til allra trúfélaga í landinu sem og lífsskoðunarfélaga, eins og Siðmennt til dæmis.

Þarna eru öll trúfélögin í landinu að fá sóknargjöld sín frá sóknarbörnum sínum eins og Ásatrúarfélagið, múslimarnir, fríkirkjurnar sem og Þjóðkirkjan. Minnsti hluti þess er leigugjald fyrir ríflega 660 jarðir á Íslandi ásamt húsakosti sem Þjóðkirkjan átti og lagði ríkinu til árið 1907.

Þarna er um að ræða jarðir sem nánast hver einasti kaupstaður, þorp og kauptún sem og borgin standa á að  meira eða minna leyti. Til dæmis megnið af Garðabæ sem og Álftanes. Þá eru ótal stórbýli um allt land sem og minni jarðir.

Þarna í safninu eru til dæmis Þingvellir sem og margar aðrar perlur íslenskra sveita. Þessar jarðir eignaðist kirkjan jafnt og þétt allar götur frá siðaskiptunum árið 1550 fram til 1907. Satt er einnig það sem Jón Valur sagði þér um siðleysi kóngsins. Hann hrifsaði allar eigur Kaþólsku kirkjunnar við siðaskiptin sem voru síst minni en þær sem hér um ræðir. Þetta var hirt af þeirri kirkju með fullkomlega ólögmtum hætti og án þess að nokkurn tímann kæmu bætur fyrir þau gríðarlegu verðmæti.

Ég legg til að þú prófarkarlesir lögin og samningana við Þjóðkirkjuna frá því 1907 og 1997 hvað varðar hina agnarsmáu kaupleigu sem ríkið greiðir fyrir þessi gríðarlegu verðmæti sem ríkið greiðir, en það gjald er greitt í gegn um laun ríflega 112 presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Þá má ekki gleyma því að af þeim launum eru jafnharðan teknir allir skattar og gjöld áður leigan berst hverjum presti þannig að rétt ríflega helmingur gjaldsins endar í vösum þeirra. Þá væri einnig hollt að prófarkarlesa lögin um sóknargjöld frá 1987 og greinargerðina með frumvarpinu að þeim lögum. 

Eftir að þú hefur lesið þér til, þá kemstu að því að þú veist ekkert þessa stundina um það sem þú skrifaðir hér að ofan eins og þú hefðir h0ndlað allan sannleik, með nokkurri vandlætingu meira að segja.

Ég bið þér Guðs blessunar sem og fjölskyldu þinni á nýju ári.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2018 kl. 12:35

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Predikarinn - finnst þér ekki að ég eigi þá að príla í leiðinni? Það er ómaklegt að gefa í skyn að ég sé ekki læs þótt ég sé á því að þjóðkirkjan geri ekkert fyrir mig og sé baggi á samfélaginu. Ég get bætt við að ég held að innan kirkjunnar sé spilling. Lifðu í friði ef þú ert yfirleitt til, mátt vera í guðs friði ef það hjálpar þér.

Berglind Steinsdóttir, 2.1.2018 kl. 20:06

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þjóðkirkjan gerir ekkert fyrir þig, er hún ekki þar með orðin baggi á samfélaginu. Predikarinn kom hér með rök sem þú megnar ekki að hrekja.

"Ég get bætt við að ég held að innan kirkjunnar sé spilling." Undir þetta tek ég og hygg Agnesi þar sízt til fyrirmyndar.

Jón Valur Jensson, 3.1.2018 kl. 13:45

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Berglind

Skil ekki hvað þú átt við með að Þjóðkirkjan sé baggi á þjóðfélaginu, getur kannski sýnt mér fram á það?

Þú kannast greinilega lítt við hvaða starf fer fram innan Þjóðkirkjunnar, ekki hvað síst í sálgæslu sem ekki er tekin króna fyrir. Þannig er kirkjan til staðar og stendur undir nafngiftinni Þjóðkirkja þrátt fyrir að í raun sé það einungis nafnbót.

Þá væri ekki úr vegi að þú segðir okkur sem virðumst ekki heyra né sjá, hvaða spilling er innan Þjóðkirkjunnar sem þú vísar til?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2018 kl. 13:53

10 identicon

Jon Valur; Thu ert drepleidinlegur madur. Thad er sorglegt ad sja alla thessa fjarmuni soad i stad thess ad stydja vid bakid a menntakerfinu og i almannathagu.

Simon Petur (IP-tala skráð) 3.1.2018 kl. 16:40

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Símon Pétur", mér sýnist þú bara tapsár, og alla vega reynirðu ekki að bæta upp á algert rakaleysið hjá Berglindi. Það er staðreynd, að þetta fé tilheyrir Þjóðkirkjunni og trúfélögunum og nú jafnvel lífsskoðunar-félögum að réttri tiltölu eftir hausatölu.

Svo bið ég þig bara vel að lifa og lasta ekki náungann, það gerði ekki hann nafni þinn í Landinu helga fyrir tæpum 2000 árum.

Jón Valur Jensson, 3.1.2018 kl. 16:55

12 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Vel gert. Ríkið hefur tvisvar sinnum keypt megnið af þeim jörðum sem kirkjan hefur í gegnum tíðina sölsað undir sig með alls konar bellibrögðum. Fyrst var það árið 1907 þegar ríkið yfirtók eignir kirkjunnar aðrar en prestsetur og, með meðvirkni í hjarta, lofaði að borga laun presta með rentunum af jörðunum.

Árið 1919 voru prestar settir á föst laun hjá ríkinu af því að jarðirnar gáfu ekki nógu mikið af sér.

Ríkiskirkjan tók síðan snúning á ríkinu árið 1984 með því að halda því fram að hún ætti enn jarðirnar þrátt fyrir að hafa framselt þær til ríkisins í denn. Þannig vildi kirkjan stela kökunni, selja hana og stela henni svo aftur til baka. Enn gekk meðvirkt ríkið undir dyntum heimtufrekrar Ríkiskirkju og tekur jarðirnar yfir aftur árið 1997 með kirkjujarðasamningnum sem er versti gjörningur Íslandssögunnar fyrir ríkið. Fyrir Ríkiskirkjuna er hann hins vegar ljúffengt manna sem endalaust rignir ofan úr himnum.

Fyrir margt löngu er búið að sýna fram á að ríkið sé búið að borga þessar jarðir upp í topp og gott betur, en heimtufrekja Ríkiskirkjunnar og meðvirkni ríkisins gerir það að verkum að enn er þessari öndunarvél haldið gangandi því án hennar myndi Ríkiskirkjan gefa upp öndina. Hún er reyndar búin að vera án púls í fleiri tugi ára, en með lögskráningu nýfæddra barna í trúfélag og fjárhagslegs stuðnings ríkisins hefur henni verið haldið á floti.

Nú eru til kristnir sem vita að kirkjan muni aldrei lifa af án velvildar ríkisins og má sjá sýnishorn af málflutningi þeirra hér í þessum þræði. Þeir vita að sauðirnir muna ekki borga í dag eins og þeir vildu ekki borga fyrir 130 árum síðan. Þeir vita að Ríkiskirkjan er á fallandi fæti og að í ár muni hlutdeild hennar fara í um 68% ef tekið er mið af trúarskráningu ríkisins. Á næsta ári verður það 66%, árið þar á eftir 64% og svo koll af kolli því jafnvel öflugustu öndunarvélar gera ekki kraftaverk ár eftir ár.

Meira af þessu, Berglind, þetta er þarft og skemmtilegt :)

PS. Þeir sem vilja gera breytingu á trúfélagaskráningu sinni geta smellt hér og gengið frá málinu. Það er hressandi og tekur ekki nema 2-3 mínútur.

Óli Jón, 3.1.2018 kl. 17:48

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Og þú kemur með sömu lyfgna í 9.751. sinn. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2018 kl. 19:34

14 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Predikarinn - fyrst til þín en þar sem þú ert nafn- og andlitslaus áttu ekki skilið að fá rökstudd svör. Jón Valur má þó eiga það að hann er maður af holdi og blóði. Að auki virðist hann ekki blindur með öllu sem sést á því að hann tekur ekki til varna fyrir biskupinn.

Óli Jón - takk fyrir það. Ég á samt minnst hérna og skv. orðatalningu langminnst. Ég má þó eiga það að ég skoðaði hug minn fyrir mörgum árum og skráði mig svo úr þjóðkirkjunni. Það er nefnilega ákvörðun að skrá sig úr henni en ómálga börn eru skráð í hana og þurfa síðan að hafa fyrir því að skrá sig úr henni þegar þau hafa aldur og þroska til. Sem betur fer þarf ekki lengur að mæta á Hagstofuna eins og ég gerði á sínum tíma heldur er hægt að gera það á netinu, sbr. tengil hjá Óla Jóni.

Ef kirkjan á að veita sáluhjálp get ég ímyndað mér að sálfræðingar og geðlæknar séu ekkert síðri, en sjálfsagt er þar misjafn sauður eins og í kirkjunni. Ég hef sjálf ekkert mikið haft af henni að segja, þekki samt nokkra væna presta og er ekki að gagnrýna þá hvern og einn heldur yfirbygginguna. Og samningurinn -- sem ég ætla ekki að ,,prófarkalesa" -- hlýtur að vera hroðalegt afspil ríkisins ef kirkjan á bara jarðir um allar þorpagrundir. Er þá ekki kominn tími til að endurskoða hann? Forláttu þann glæp að spyrja svona í sakleysi mínu, P.

Já, kirkjan hefur ekki orðið neinum að liði sem ég þekki en heilbrigðiskerfið er alvarlega fjársvelt þannig að lokaorð mín fyrir svefninn eru: Ég vildi taka peninginn af kirkjunni og setja hann í spítalana.

Berglind Steinsdóttir, 4.1.2018 kl. 00:25

15 identicon

Einmitt thad sem eg sagdi adur. Madurinn er drepleidinlegur thröngsynismadur sem tilbidur ureltar rokkursogur.

Simon Petur (IP-tala skráð) 4.1.2018 kl. 09:50

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Berglind.

Ég er engu síður af holdi og blóði en Jón Valur og þú sjálf. Ég er með skráðan aðgang að blog.is. Það táknar það að ég hef lagt nafn mitt og kennitölu við þennan aðgang ásamt netfangi og símanúmeri, sem alllt er þekkt hjá ritsjórum blog.is. Þannig gætir þú ef ég væri að ganga á rétt þinn svo sem með ærumeiðingum eða einhverju lagabroti, lögsótt mig því þá myndi blog.is samkvæmt reglum þess gefa saksóknara/löggæslu upp rétt nafn mitt. Þannig verð ég að bera ábyrgð eins og aðrir á því sem ég set fram brjóti ég lög á einhverjum hérna. Þannig er ekki t.d. með "Símon Pétur" sem skrifaði hér. Nánast ógerlegt er að finna hann brjóti  hann á þér eins og dæmi sanna þó svo að ip-tala sé skráð, nema hann stígi fram af sjálfsdáðum. Einn maður er skráður i þjóðskrá sem Símon Pétur, og er fæddur 1993. Yirgnæfandi líkur eru á, miðað við skrif þessa á síðu þinni, að ekki sé um þann sama sé að ræða. Því er hann að líkindum órekjanlegur, sem ég er ekki, brjótum við báðir á rétti þínum með ólögmætum hætti.

Því  er ómaklegt af þér að segja mig ekki verðskulda rökstudd svör, því ég er ekki óþekktur fyrir blog.is þó ég noti skáldanafn, og skrifa til þín með rökstuddum hætti. Það skiptir máli hvað er sagt, ekki hver segir það.

Jú vissulega getur fólk leitað til sálfræðinga og geðlækna eftir sálgæslu, en þeir eru menntaðir í henni allt eins og prestar Þjóðkirkjunnar. Munurinn er þó sá, að hjá þeim sleppur víst enginn undir 14-15.000 krónum á hverja klukkustund í viðtali, en Þjóðkirkjan lætur þá þjónustu í té endurgjaldslaust.

Síðan er alvarleggt hvernig þú ræðir um eignarréttinn af mikilli léttúð. Þú veist vonandi að eignarréttarákvæði stjórnskipunarlaga eru mjög skýr og vernda þann sem nýtur hans fyrir þeim sem vilja hrifsa eigur annara af þeim, eins og þú virðist vilja með eigur Þjóðkirkjunnar. Ef öfundarmenn þínir líta svo á að það sé skelfilegt afspil að þú eigir eign, sem ég geri ráð fyrir að þú eigir, fyndist þér þá réttmtt að hún væri bara sísvona tekin af þér? Af því bara, því það væri afspil að þú heldir eign þinni.


Hvað varðar kaupleigugjald það sem ríkið borgar fyrir þessar gríðarlega verðmætu eignir sem Þjóðkirkjan lagði ríkinu til, hvað fyndist þér að væri eðlilegt gjald? Tökum eina eignina sem dæmi, hvað fyndist þér sanngjarnt að þú greiddir í leigu af Þingvöllum, byðist þér að taka þá á leigu?

Þá upplýstir þú að þú værir fyrir margt lönngu búin að skrá þig úr Þjóðkirkjunni. Því er undarlegt að þú skulir vera að argast út í málefni hennar, því þau varða þig þá lítið eða ekki neitt í raun. EKki frekar en með smninga sem önnur fyrirtæki gera við leigu eða sölu á eignum sínum til ríkisins. Þjóðkirkjan hefur lagt ríkinu, þar með þér, til gríðarlega vermætar eignir sem þú/ríkið greiðir smánarlega lítið afgjald fyrir í hlutfalli við verðmætin. 
Enginn annar leigusali eða landsali myndi sætta sig við slíkt smmánarlega lágt gjald. Þessi samningur er ríkinu verulega hagfellldur, það liggur fyrir sama hvernig á það er litið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2018 kl. 13:09

17 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Gott er að þú vaktir máls varðandi þessa meinlegu skekkju í veraldlegu samfélagi okkar, því að ríkið haldi uppi trúfélögum á meðan önnur félög þurfa að standa á eigin fótum. Vitað er að sauðir trúsöfnuða myndu fæstir borga félagsgjöldin og var það vita strax á 19. öldinni þegar sóknir fóru að skríða undir pilsfald ríkisins með innheimtuna. Hugmyndaauðgi Ríkiskirkjunnar er hvergi meiri en þar þegar verið er að kokka nýjar tillögur að leiðum fyrir ríkið til að fjármagna rekstur hennar. Hér er t.d. dæmi frá árinu 1947 þegar fýlukennt Kirkjuþing barmar sér einu sinni sem oftar og vill meiri pening frá ríkinu árið 1947.

Skv. plani eru 10-15 ár í að hlutdeild Ríkiskirkjunnar fari undir 50%. Allir vita að þessi hlutdeild er bara uppdiktuð og tilbúin, en hún er þarna og hefur vægi í hugum þeirra sem vilja ólmir trúa blint. En þegar 50% er náð, þá er ekkert eftir nema að aftengja aftengja sjálftökutengsl Ríkiskirkju og ríkis og þá verður allt gott :)

PS. Það er missir að Söngskóla Ríkiskirkjunnar :(

Óli Jón, 4.1.2018 kl. 13:41

18 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Munum þegar rætt er við nafnleysingja að skoðanir þeirra hljóta að vera ögn verðminni fyrst þeir treysta sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Almennt vilja þeir bersýnilega ekki standa með því sem þeir segja þegar þeir koma fram undir gervinafni og skrítlumynd og þá er auðvelt að láta alls konar vitleysu frá sér fara. það er lítil huggun í því að hægt sé að fara í mál við þá eftir einhverjum krókaleiðum, best væri ef þeir myndu skipta út skrípamyndinni og setja alvöru mynd í staðinn og rita fullt nafn sitt í stað yfirlætislegs gervinafns.

Þeir segja t.d. að þjónusta Ríkiskirkjunnar sé ókeypis sem er auðvitað þráðbein skrökulygi sem enginn nafngreindur maður með viti myndi láta frá sér fara. Reyndar má segja að þjónustan sé ókeypis ef við erum sammála um að nokkrir milljarðar króna árlega hafi ekkert verðgildi, en við verðum seint sammála um það. Við getum svo væntanlega verið sammála um að ef prestum í öllum plássum væri skipt út fyrir sálfræðinga yrði þjónusta þeirra jafn mikið ókeypis og þjónusta presta sem hafa tekið tvo áfanga í sálgæslu í námi sínu. Ég held að það fari meiri tími hjá þeim í að læra að tóna rétt.

Svo máttu alveg argast út í Ríkiskirkjuna vegna þess að hún er heimtufrek og tilætlunarsöm og eykst tilætlunarsemi hennar því sem sem félögum hennar fækkar. Málið er nefnilega, Berglind, að fyrir nokkru var Ríkiskirkjunni greitt vont högg þegar lögskráningu nýfæddra barna voru settar þrengri skorður en áður, en fyrir þann tíma tók lögskráningin eingöngu mið af trúfélagi móður. Nú þurfa báðir foreldrar að vera í sama trúfélagi til þess að hægt sé að lögskrá nýfædd börn í trúfélag. Þessi ráðstöfun gerir það að verkum að nú fækkar þeim umstalsvert ár frá ári sem skráðir eru í Ríkiskirkjuna því reyndin virðist sú að fólk sem komið er til vits og ára er hreinlega ekki í stuði fyrir slíkt.

Svo máttu alveg hafa skoðun á Ríkiskirkjunni því þótt þú tilheyrir henni ekki berð þú af henni kostnað því sóknargjöldin eru framlag frá öllum en ekki bara þeim sem lögskráðir hafa verið í hana af fulltrúum ríkisins. Sumir segja að ríkið sé að innheimta sóknargjöld, en það er enn ein skrökulygin og óskhyggjublaður.

Og þú mátt alveg hafa skoðun á vondum samningum sem gamlir syndabugaðir fermingardrengir gerðu við Ríkiskirkjuna fyrir hönd ríkisins án þess að hafa á nokkrum tímapunkti hagsmuni ríkisins að leiðarljósi. Samningur sem tilgreinir ekki verðmæti þess sem um er samið er einskís virði. Greiðsluseðill sem sundurliðar ekki greiðslu inn á höfuðstól annars vegar og vexti hins vegar. Slíkir samningar eru verstu samningar sem hægt er að hugsa sér því þeir munu, eðli málsins samkvæmt, kosta íslenska ríkið óendanlega mikið af peningum. Já, svo mikið af peningum að jafnvel yfirnáttúruleg og almáttug vera hefði ekki reiknigetu til þess að ímynda sér svo háa fjárhæð. Með sanni má segja að þessi samningur sé eina lögvottaða kraftaverkið sem mannkyn hefur orðið vitni að.

Það er margt skrítið í þessum Ríkiskirkjulega kýrhausi :)

PS. Þeir sem vilja gera breytingu á trúfélagaskráningu sinni geta smellt hér og gengið frá málinu. Það er hressandi og tekur ekki nema 2-3 mínútur.

Óli Jón, 4.1.2018 kl. 14:26

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Reyndu nú að fara, til tilbreytingar, að mæla satt þegar málefni kristni, ekki hvað síðst Þjókirkjunnar eiga i hlut.

Þú veist vel að fram til 1987, a innheimtu trúfélög sjálf sóknargjöld, en þú segir þó rétt til tilbreytingar (en bætir osanninndum inn i  þá umræðu til spillingar) þegar þú nefnirupphæð sóknargjalfda til sögunnar, að Alþingi hafði tekið sér vald til að ákveða hvaða upphæð mætti vera á þeim sóknargjöldum sem trúfélögin innheimtu síðan sjálf.

Hvað söngskóla Þjóðkirkjunnar áhrærir, þá hefur um áratugina vantað uppá að hann nyti sömu fyrirgreiðslu og allir aðrir söngskólar í landinu, sem voru að kenna það sam og með jafn menntaða sngkennara og Þjóðkirkjan hafði. Það var þó skóli verulega smár í sniðum sem von er, enda ekkert bruðlað á þeim bæ.

Þá er samningurinn um eignasafn Þjóðkirkjunnar því óheilla marki brenndur,, að fækki í söfnuum Þjóðkirkjunnar, þá greiðir ríkið minna fyrir þessar gríðarlega miklu eignir sem það fékk fra Þjóðkirkjuni. Sjáið þið fyrir ykkur leigusala á almennum markaði, sem myndi lækka leigugjald sitt eftir því sem fækkar í sjölskyldu þeirra sem búa á eigninni?

Þá er ljóst að hér á síðunni hefur fólk skrifað sem ekki vill heyra né sjá sannleikann, en virðist sem kenna megi  að nokkru innbyggðu kristnihatri, því önnur skýring virðist vandfundin, enda hníga engin rök til hér og ekki á þau hlustað. Þess í stað farið með ósannindi eða hálfsannleik sem þó oft er mun verri, því ann er lítt sýnilegur nema þeim sem gerst þekkja, en fínn fyrir kristnihataran að sá fræjum illinda og andúðar. Slíkt er ekki kristilegt, enda virðast margir þeir sem slíkt stunda ekki tilheyra kristnum söfnuðum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2018 kl. 14:36

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Gamla skröksagan á við í sannleik með þig ef við heimfærum hana á þig: Og enn lýgur hann blesaður.

Þjóððkirkjan er ekki ríkiskirkja. Ríkið á ekkert i henni og greiðir ekki rekstrarkostnað við hana eins og er um ríkisstofnanir.

Þá er verðmiði, margfalt of lágur, á eignum þeim sem Þjóðkirkjan lagði ríkinu til, það sést á kaupleigugjaldinu sem ríkið greiðir og er margfalt minna en nokkur maður á almennum markaði myndi sætta sig við fyrir eigur sínar. Ekki hvað síst þegar samningamenn ríkisins voru nú ekki verri en það fyrir hönd ríkisins gagnstætt sem þú heldur ranglega fram,eins og sést á næsta innleggi mínu fyrir ofan, að leigugjaldið lækkar eftir því sem fækkar í Þjóðkirkjunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2018 kl. 14:44

21 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er alveg krossbit. Nú er ég með eina spurningu í nokkrum liðum: Hvernig eignaðist kirkjan allar þessar verðmætu lóðir? Hvaða verðmæti lagði hún á móti? Hvenær?

Algjör óþarfi að svara með langhundi.

Berglind Steinsdóttir, 4.1.2018 kl. 22:13

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Berglind

Þessar jarðir, eins og ég sagði þér í upphafsinnlegginu:
"Þessar jarðir eignaðist kirkjan jafnt og þétt allar götur frá siðaskiptunum árið 1550 fram til 1907. -"

Kirkjan eignaðist þetta alveg eins og allir aðrir eignast það sem þeir eiga. Hversu margir eru krossbit yfir því sem þú átt?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2018 kl. 22:24

23 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvaða. Verðmæti. Lagði. Kirkjan. Á. Móti? Ég reikna með að handhafi sannleikans viti það en finnst vissast að stafa spurninguna. Peninga? Vinnu prestanna? Eða verðlausa pappíra?

Ekki gera mér upp heimsku þótt ég trúi þér ekki eins og nýju neti. Þú ættir sjálfur að venja þig á gagnrýna hugsun og jafnvel efast einstaka sinnum um það sem þú heldur að hafi alltaf verið satt.

Berglind Steinsdóttir, 4.1.2018 kl. 23:22

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Berglind

Kirkjan keypti þessar eignir eins og hver annar. Afsöl og kaupsamningar liggja því til staðfestingar í opinberum bókum sýslumanna og á þjóðskjalasafni.

Þessi kaup hafa aldrei verið véfengd enda heiðarlega gerð. Hafir þú upplýsingar um annað, þá hvet ég þig til þess að kæra slík vafasöm viðskipti til l0ggæslu/saksóknara. Það á enginn að komast upp með slíkt.

Þú veist vel að þeir sem telja sig missa arfs vegna kaupa um tíðina haf aekki látið slíkt átölulaust og kært Dlíkt raar í annála og bækur yfirvalda. Sllíku er ekki til að dreifa.

Deildu þessu niður á árafjölda, það er ekki  margar eignir á ári sem um ræðir. Þá voru leiguliðar á jörðunum heppnir því kirkjan þótti ljúfasti leigusalinn af öllum hér á landi og sá í gegn um fingur ér með greiðslur hjá þeim sem áttu litið á milli handa, sem flestir aðrir leigusalar gerðu ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2018 kl. 23:41

25 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Góð spurning það, hvernig kirkjan náði að sölsa undir sig allt þetta jarðnæði. Eitthvað hefur hún eignast á heiðarlegan hátt, en eitthvað hefur komið til hennar með öðrum hætti.

Hér er t.d. eftirfarandi:

Breiðfirskar sagnir II eftir Bergsvein Skúlason en þar segir á bls. 242: "Þetta slægnaland okkar, dalurinn og tungurnar, virðast í fljótu bragði vera gamlar "kerlingagjafir" til Múlakirkju. Þ.e. gjafir sem prestar plokkuðu af hálfdauðu fólki - körlum og kerlingum - til kirkna sinna, með fyrirheit um sæluvist í himnaríki að launum."

Hér er kafli úr erindi Dr. Gunnars Karlssonar í Réttinni að lokinni messu í Úthlíðarkirkju á páskadag 2007

Raunar voru kirkjustaðir af tveimur gerðum á þessum tíma. Annars vegar voru þeir sem voru kallaðir staðir, án frekari afmörkunar, og þeir einkenndust af því að kirkjan átti oftast alla heimajörðina, en einstöku sinnum aðeins helming hennar. Staðir virðast í upphafi hafa verið hugsaðir sem eins konar sjálfseignarstofnanir undir framkvæmdastjórn prests eða presta sem sátu saðinn. En sumir þeirra sem gáfu jarðir til að stofna stað voru svo forsjálir að áskilja sér og afkomendum sínum rétt til að ráða yfir staðnum. Hins vegar voru svo kirkjustaðir sem hafa verið kallaðir bændakirkjustaðir, þar sem kirkjan átti í mesta lagi hálfa jörðina og engin spurning var um að kirkjurnar voru undir stjórn bænda, oftast þess sem bjó á kirkjustaðnum, og þetta hlutverk erfðist til afkomenda hans. Á bændakirkju­stöðum var meginreglan sú að kirkjubændur réðu prest til að annast helgihaldið ef þeir ekki spöruðu sér það með því að vígjast til prests sjálfir.

Þetta virðist hafa verið nokkuð hagkvæmt kerfi, en þegar fram í sótti fóru biskupar að gerast óánægðir með að hafa ekki eindregnara vald yfir kirkjunum og eignum þeirra. Fyrst er vitað til að Þorlákur biskups Þórhallsson, seinna Þorlákur helgi, sem sat á Skálholtsstóli á árunum 1178-93, gerði kröfu til þess að biskupsembættið fengi yfirráð kirkjustaða og bar fyrir sig fyrirmæli erkibiskups í Niðarósi. Frá þessu segir í sögu hans og einkum frá viðskiptum hans við tvo veraldarhöfðingja, Sigurð Ormsson á Svínafelli og Jón Loftsson í Odda. Báðir höfðu reist ný kirkjuhús og þurftu að fá biskup til að vígja þau, en biskup neitaði að gera það nema þeir féllust á yfirráð biskups yfir kirkjustöðunum. Skiptum biskups við Sigurð á Svínafelli lauk svo að Sigurður lét undan og féllst á yfirráð biskups yfir staðnum, en biskup veitti Sigurði hann umsvifalaust að léni aftur, þannig að yfirráð biskups hafa kannski ekki verið mikið önnur en nafnið eitt. Í framhaldi af þessum sigri fékk Þorlákur biskup viðurkenndan rétt sinn til að ráða yfir öllum kirkjustöðum fyrir austan Hjörleifshöfða nema Þvottá í Álftafirði og Hallormsstöðum í Fljótsdalshéraði.
Sjá: uthlid.is/mambo/index.php?option=content&task=view&id=97

Svo er hér prýðileg grein um jarðamálið sem skrifuð var árið 1997 þegar kirkjujarðasamningnum var svindlað upp á ríkið:

Óli Jón, 5.1.2018 kl. 14:26

26 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Merkilegt er hvað sumt fólk telur kirkjujarðasamninginn halla á Ríkiskirkjuna þrátt fyrir að í gegnum hann fái hún milljarða árlega fyrir sölu á eignum sem nokkur vafi leikur á að hún eigi fullt tilkall til. Áhugavert er að skoða þennan samning og sjá hversu tryllingslegar afleiðingar hans er í raun þegar farið er ofan í saumana.

Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar er að finna eftirfarandi grein sem tilkomin er vegna kirkjujarðasamningsins:

Þar segir að ríkið muni greiða laun biskups, vígslubiskupa, 138 presta og 18 starfsmanna ríkiskirkjunnar og miðast þessi fjöldi við skráða félagsmenn í árslok 1996 sem þá töldu rétt um 245 þúsund talsins.

Síðan segir að við hverja breytingu á þessum félagafjölda upp á fimm þúsund manns skuli þessar tölur breytast. Fjölgi félögum um fimm þúsund, bætist einn prestur við og ef félögum fækkar um fimm þúsund er einn prestur tekinn af launaskrá. Fjölgi prestum um tíu bætist við einn starfsmaður hjá kirkjunni og ef þeim fækkar um tíu þá hverfur einn starfsmaður. Hér er yfirlit yfir stöðuna við lok árs 1996:

Skráðir félagar í ríkiskirkjunni voru um 245 þúsund talsins, einn biskup, tveir vígslubiskupar, prestar voru 138 og starfsmenn á skrifstofu 18.

Ímyndum okkur nú eitt sem er auðvitað býsna fjarstæðukennt og mun aldrei gerast, en gefum okkur það samt sem áhugavert dæmi um ómöguleika. Hvað ef allir skráðir félagar í Ríkiskirkjunni hætta einn daginn og skrá sig úr henni? Ég er að tala um ALLA félaga og þá eru biskup, vígslubiskupar, prestar og starfsfólk ekki undanskilin. Hvað gerist eftir þennan kataklismíska atburð.

Jú, ef við styðjumst við fyrirmælin í 60. greininni þá lítur dæmið svona út:

Skráðir félagar í ríkiskirkjunni eru engir, einn biskup, tveir vígslubiskupar, prestar verða 89 og starfsmenn á skrifstofu 14.

Þetta er ein afurð þessa magnaða samnings. Enginn er skráður í Ríkiskirkjuna, en samt eru 106 trúlausir á launaskrá hjá ríkinu vegna trúfélags sem þá er ekki til. Ber ekki að efast um allar forsendur þessa samnings þegar svona lykilatriði er ekki reiknað niður til enda?

Og er þetta ekki dásamlegt? :)

Óli Jón, 5.1.2018 kl. 14:56

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

"Enn lýgur hann blessaður" á við.

Þú ert að vísa í gróusögur frá kaþólska tímanum. Þó sannar væru, sem engar líkur eru til, þá eiga þær ekki við eignasafnið frá 1907

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2018 kl. 15:05

28 Smámynd: Óli Jón

Berglind: Réttilega má oft kenna kaþólskri kirkju um, sannlega hefur hún verið uppvís að ýmsu ógeðfelldu fjær og nær í tíma. Einhverjir segja íslenska ríkið geta verið þjófsnaut, en þá verður það að vera í slagtogi við þjófa, reikna ég með. En við getum altént huggað okkur við það að árið 1907 hurfu öll þjófsmerki af eignasafninu og eftir stóð tvíblessað og þríhreinsað eignasafn, tilbúið við sölu og veðsetningar til dýrðar Drottni og englum hans.

En nú bíðum við spennt eftir tölum um hlutdeild Ríkiskirkjunnar í sálnaforða íslensku þjóðarinnar, en Hagstofan mun birta upplýsingar um hana um miðjan þennan mánuð. Fyrir ári síðan fór sú tala rétt undir 70% sem er magnað ef horft er til þess að ekki eru svo mörg ár síðan að hún stóð í rúmlega 95%. Öll teikn eru á lofti um að hún nálgist nú 68% og er það vel. Þar munar auðvitað miklu um að nú eru mun færri nýfædd börn lögskráð í Ríkiskirkjuna en áður því nú þykir ekki víst að nýfætt barn muni erfa trú foreldra sinna nema þeir séu báðir skráðir í sama trúfélagið. Áður var trúfélag móður látið nægja, en sem betur fer var sá þröskuldur hækkaður.

Svo verður þetta skemmtilegur samkvæmisleikur næstu árin; að sjá hversu mikið þessi hlutdeild lækkar, en undanfarin ár hefur eftirgjöfin numið 1-2% árlega. En eitt er víst að Ríkiskirkjan mun kvaka eftir meiri peningum, eins undarlegt og það er, því bersýnilega er dýrara að annast færri félaga.

Óli Jón, 5.1.2018 kl. 16:12

29 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú er ég sem sagt farin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, að skattyrðast við skrípó.

Óneitanlega þykja mér rök Óla Jóns haldbetri, studd með textum en ekki gróusögum. Og hafa menn nokkuð gleymt hinni illræmdu tíund sem kirkjan gerði leiguliðum sínum að borga? Getur verið að það fé hafi verið notað til að ,,borga" allt þetta ótrúlega landflæmi sem kirkjan þykist eiga í dag?

Þetta mega alveg vera lokaorðin því að við getum bara sammælst um að vera ósammála um eignarhaldið.

Hins vegar hlakka ég mikið til þegar einhver stjórnvöld ráðast í það að aðskilja ríki og kirkju. Það verða fyrirsjáanlega dýrðardagar.

Berglind Steinsdóttir, 5.1.2018 kl. 20:10

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Berglist

Ég vísaði í lögin, samningana sjálf. Þetta er allt á netinu.

Lögin segja sína sögu og það eru þau sem gilda, en ekki sögusagnir skrípó frá vantru.is

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2018 kl. 20:36

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óli Jón hinn vantrúaði, sem jafnan virðist kjósa að skrifa af rætni um kristna kirkju og ekki sízt þá kaþólsku, er naumast byrjaður enn að tína til nein rök fyrir máli sínu. Þessi setning frá Bergsveini Skúlasyni sannar ekki neitt, bendir ekki á neina tiltekna gjörð sem ólögmæta og leitar ekki í neinar frumheimildir, heldur hefur á sér allt yfirbragð þjóðsögu.

Dr. Gunnar á Reynivöllum sleppir alveg að geta þess, hve hentugt tækifæri höfðingjar gripu með tíundarlögunum: að jarðir þeirra, sem þeir gáfu til kirkjuhalds, yrðu skattfrjálsar. Sá var ekki tilgangur laganna, að höfðingjarnir réðu þarna ö0llu og hefðu allar tekjurnar af þeim kirkjujörðum. Þorlákur helgi gerði ekkert rangt með því að ætlast til yfirráða kirkjunnar yfir stöðunum. Þar að auki létu höfðingjar fljótlega undan kröfunni í flestum tilvikum (Vatnsfjörður var áberandi undantekning). Höfðingjar höfðu lagaleiðina að fara, hefðu þeir viljað, því að hér var réttarríki (nema helzt á tíma siðaskiptanna) og Alþingi með dómsvald. En þeir staðfestu með undanlátssemi sinni, að þeir vissu, að rétturinn var kirkjunnar.

Hitt er staðreynd, að danski kóngurinn lét ræna bæði Hóladómkirkju og einkum klaustrin að verðmætum hlutum í góðmálmum og lagði undir sig allar klaustraeignir og biskupsstóla-eignir kaþólsku kirkjunnar. Afgangur þeirra eigna gekk svo til íslenzka ríkisins, og Óli Jón og aðrir öfundarmenn halda enn áfram að sífra hér og víðar um að ríkið hafi komið illa út úr þessum eignamálum kirkjunnar. Heyr á endemi, þar er einmitt verið sð snúa stðareyndum við! En Óli þessi kann ekki að skammast sín, hann heldur bara áfram sinni rógsherferð, sem hingað til hefur einkum farið fram á Moggabloggi hans, sem umfram annað hefur verið helguð þessari skrýtnu flugu í höfðinu á honum. Hann minnir í þessu efni á einsýna manninn Þorstein Sch.-Th. langfrænda minn, sem er með Ísraelsmenn á heilanum.

Er þetta eitthvert sérstakt afbrigði gerð af heilabilun?

Jón Valur Jensson, 6.1.2018 kl. 01:30

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna síðast var orðinu "gerð" ofaukið; þar að auki eru þarna örfáar ásláttarvillur.

Jón Valur Jensson, 6.1.2018 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband