Hver er þessi maður?

Eina ástæðan fyrir því að ég skil eitthvað í þessari frétt er að ég veit fyrir um hvað málið snýst. Þekki samt ekki þennan Ingvar og veit lítið um Sólveigu líka. Þar fyrir utan eru óþarflega margar ásláttarvillur.

Tveir munu berjast um formanssætið í Eflingu séttarfélagi. Framboðsfrestur rann út síðdegis. Sigurður Bessason, sem gegnt hefur formannsembætti í Eflingu í átján ár, hættir störfum á næsta aðalfundi félagsins í lok apríl. Kosinn verður nýr formaður og sjö aðrir stjórnarmenn. Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram á móti Ingvari Vigur Halldórssyni sem setið hefur í stjórninni um árabil. Hún hefur sagt verkalýðsforystuna máttlausa en því er Ingvar ekki sammála.
 
„Nei hún er ekki máttlaus. Ég vil halda áfram því góða starfi sem er unnið í verkalýðshreyfingunni. Ég gef kost á mér af því að ég þekki til. Ég er búinn að vera þarna áður. Það er náttúrulega bara mjög gott að fólk vilji koma og starfa í hreyfingunni og ég fagna mótframboði. Það er að vantar er að fleiri sýni verkalýðsbaráttunni áhuga.“
 
Meirihluti félagsmanna eru útlendingar. Framboð Sólveigar segir leggur mikla áherslu á rétt þeirra.
 
Félagið er mjög gott að sinna þessum málum. 66% launakrafna sem að félagið sækir það var fyrir hönd erlendra starfsmanna.“
 
Er þetta fólk að þínu mati meðvitað um rétt sinn?
 
„Að miklu leyti já. Það eru trúnaðarmenn á flest öllum stöðum þar sem eru fleiri en fimm starfsmenn og það er gefið út fréttabréf sem er sent heim til fólksins á ensku og pólsku og þar er bent á hvar réttinn er að finna.“
 
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, styður framboð Sólveigar og hélt erindi á baráttufundi sem framboð hennar stóð fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir fordæmalaust að formaður VR hafi afskipti af kjöri í Eflingu.
 
„Ég er ekki að standa fyrir neinni byltingu og þau sem eru með mér í framboði þau eru öll í stjórn og við erum bara að bjóða fram þekkingu og reynslu og traust. Ég held að það sé gott traust innan forystunnar núna og það er betra að hafa það heldur en einhver læti núna það skilar ekki árangri held ég.“

 

Gylfi er ótrúlega óforskammaður. Fordæmalaust?? Og hvað með það??? Hefur meint verkalýðsbarátta skilað láglaunafólki einhverju? Af hverju lepur fólk dauðann úr skel í forríku landi?

Mikið innilega vona ég að kjósendur Eflingar skoði framboðin vel og nýti sér svo atkvæðið sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband