Í biblíulandi

Um daginn fór ég til Tel Aviv sem er í Ísrael. Trump var nýbúinn að derra sig eitthvað og fólk spurði hvort mér væri alvara með að fara a) á ótryggt svæði, b) í vondukallalandið sem réttast er að sniðganga. 

Ég sagðist bara vera á leið í hlaupaferð, veturinn hefði verið harður og farseðillinn ódýr. Hins vegar lofaði ég að versla ekkert af vonduköllunum nema mat, drykk og ferðir. Svo fór ég í eina fatabúð þar sem undurfagur kjóll var í glugganum, mátaði hann og kunni ekki við en keypti hins vegar buxur. Buxur! Gæðavöru frá Ítalíu. Meinta.

Fruss. Ég er dálítið veik fyrir grænu og þær eru grænar (sjá mynd). Í annað skipti sem ég fór í þær rifnaði rassinn af! Ég var eitthvað að ólmast við að sveifla barni en buxurnar eru vel víðar. Ef þetta hefði hent mömmu hefði hún sent versluninni bölbænir og hún hefði ekki lifað árið, en ég? Ég frussa bara og er að hugsa um að gefa þær Rauða krossinum.

Boðskapur sögunnar? Kaupa frekar fjandans kjólinn. Hann var ekki grænn.

Rifnuðu strax


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband