Almenningssamgöngur

Ef ég byggi 10 km frá vinnustað myndi ég helst vilja taka strætó í vinnuna. Ég vildi að ég þyrfti ekki að líta á klukkuna og stilla ferðalag mitt út frá hálftíma- eða klukkutímaferðum, ég er alveg til í að borga, að sjálfsögðu, rétt eins og ég borga fyrir að eiga bíl og að kaupa hjól, skó og annan fatnað. Ég bý hins vegar í 2 km fjarlægð og get leyft mér þann munað að hjóla og ganga í vinnuna flesta daga. Þá daga sem ég fer á bíl er það til þess að nota hann í hádeginu eða strax eftir vinnu eða mögulega ef ég er með mikinn farangur, köku fyrir kaffið eða álíka.

Ef ég gæti treyst því að ég kæmist á 50 km hraða úr miðbænum á Hrafnistu og til baka þegar heimsókn minni væri lokið myndi ég líka taka strætó í heimsókn þangað. Og ég hef fulla trú á að mörgum sé svipað innan brjósts og mér. Strætó snýst um tíðni og ferðaleiðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband