Stađa verkefna hjá sérfrćđingum

Einhver á eftir ađ hugsa mér ţegjandi ţörfina. Ekki fyrir ađ segja ađ mér finnist ástćđa til ađ stytta vinnuvikuna ţar sem hćgt er. Vegna fjórđu iđnbyltingarinnar er margt sérfrćđistarfiđ fljótunnara en var. Viđ erum fljótari ađ fletta upp stađreyndum, fljótari ađ afrita, fljótari ađ senda, fljótari ađ greina og ákveđa niđurstöđu.

Samt er samfélagiđ ekki allt logandi í tilhökkun yfir ţví ađ vinnuvikan hljóti ađ styttast. Ég heyri yfirmenn ekki tala um ţađ og ég verđ ekki mikiđ vör viđ ađ starfsmenn á gólfinu gćli viđ tilhugsunina.

Nei, einhver á eftir ađ hugsa mér ţegjandi ţörfina ţegar ég hugsa nú upphátt ađ starfsmenn vilji frekar geta mćtt í vinnuna og fengiđ sér góđan kaffibolla međ samstarfsfólkinu í upphafi dags, sest svo viđ tölvuna og lesiđ í gegnum afmćliskveđjurnar á Facebook eđa snappađ eđa fariđ í gegnum slúđurmiđlana.

Af átta tíma vinnudegi eru ađ hámarki sex klukkutímar í ţágu vinnunnar hjá flestu skrifstofufólki. Ţar inni í eru auđvitađ eđlilegar hvíldarstundir, matar- og kaffitímar, en einhver hluti sem fólk er bara ađ dóla sér eitthvađ. Og, já, ég er skrifstofufólk og vildi miklu heldur halda vel áfram í sex tíma og fara svo í klippingu og búđ á leiđinni heim. Mér finnst alveg kósí ađ opna Facebook međan ég elda og ţarf hvort eđ er ađ standa yfir eldavélinni.

Og grunur minn er ađ allstór hluti ţeirra sem „hafa ekki tíma“ til ađ skođa Facebook heima á kvöldin geri ţađ bara samt og verji ekki öllu kvöldinu međ börnin í fanginu. Fólk međ ung börn og mörg ung börn er skiljanlega oft í ţvottahúsinu en svo eldast börn sem annađ fólk.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband