Hvert er andheitið við stöðugleika?

Er það ekki breytingar? Ef við viljum breytingar viljum við ekki stöðugleika sem felur í sér stöðnun. 

Ég þekki Ragnar Þór Pétursson ekki neitt en tek undir það sem hann segir um stöðugleika í þessum þætti. Ég er sjálf höll undir breytingar, sjálfsagt stundum um of, en ég held almennt að ef maður breytir til sjái maður annað hvort jákvæðar breytingar eða af hverju það hentar sem maður hafði gert. Ekki eru allar breytingar frábærar en margar fela í sér framfarir og þróun.

Ef menn hefðu ekki hugsað áfram og lengra værum við enn með tölvu sem legði allt herbergið undir sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En stöðugleiki í þróun tölva hefur einkennt síðustu áratugi. Menn hafa stöðugt hugsað áfram og lengra, engar breytingar þar. Stöðugleiki í námi gæti verið þegar þú lærir stöðugt meira og gerir betri brauð við hvern bakstur. Stöðugleiki skipa kemur í veg fyrir að þeim hvolfi. Samt þróast skip og breytast. Breytingar eru nefnilega ekki andheitið við stöðugleika. Breytingar og stöðugleiki fara ágætlega saman.

Það er gamalt trikk í pólitík að gera lítið úr mótherjum með því að búa til sína eigin skilgreiningu á hugtökum sem notuð eru í umræðunni og rökstyðja svo mál sitt með henni. Það er einnig algengt að heyra þannig bull þegar menn eru rökþrota en geta ekki bakkað. Og það er mjög erfitt að rökræða við þetta fólk sem virðist tala annað tungumál, tungumál sem þeir einir skilja og virkar ruglandi á alla nema þá sem gleypa skilgreininguna hráa.

Gústi (IP-tala skráð) 18.4.2018 kl. 01:29

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gamalt trikk í pólitík? Tengirðu það við mig og þessa færslu mína?

Berglind Steinsdóttir, 18.4.2018 kl. 08:01

3 identicon

Nei, þú ert hvorki í pólitík né rökræðum um menntamál. Þú ert frekar sá sem gleypir það sem þeir segja hrátt og telur þig hafa meðtekið einhvern mikinn sannleik þegar smá skoðun sýnir það vera gáfulega framsett og sannfærandi bull. Okkur hættir öllum til að falla í þá gryfju.

Gústi (IP-tala skráð) 18.4.2018 kl. 11:21

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú kemur mér fyrir sjónir sem andlitslaus hrokagikkur. Láttu það eftir þér að afsanna það.

Berglind Steinsdóttir, 18.4.2018 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband