26. maí 2018

Ég er orðin dálítið stressuð. Eftir rúmar þrjár vikur verður kosið, já, en það er hefðbundið. Eftir þrjár vikur er líka stórafmæli. Hægri umferðin á Íslandi verður 50 ára! Ætlar enginn að fara að tala um það og skipuleggja eitthvað?! 26. maí 1968 var skipt yfir í hægri umferð sisona. Ég spurði pabba (96) á Hrafnistu um daginn hvort hann myndi hvenær hefði verið skipt og hann sagðist ekki muna það. Ég setti upp hissa-svipinn minn (hann tók náttúrlega þátt í þessu og þá man hann ekki endilega daginn) og spurði fleiri heimilismenn. ENGINN mundi það en svo mundu allir að það hefði gengið átakalaust enda hefði verið búið að kynna það í marga mánuði.

Og þá dettur mér í hug hvað ég þrái upplýsingar um það sem mér kemur við. Ég hef á tilfinningunni að allir reyni að halda eins miklu leyndu og þeir geta. Upplýsum og undirbúum og þá farnast okkur vel.

Gleðilegt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband