Lærbrot eykur hagvöxt

Mér hefur svo oft orðið hugsað til þess að slys, rúðubrot og önnur óhöpp auka hagvöxt samkvæmt skilgreiningu. Auðvitað líka almenn aukin viðskipti og hugvit en hagvöxtur er samt ekki nógu góð mælieining á velsæld.

Pabbi minn sem búsettur er á Hrafnistu fótbrotnaði á föstudaginn var en af því að hann gat stigið í fótinn var það mat heilbrigðisstarfsfólks að hann þyrfti bara að hvíla sig. Á þriðjudeginum var hann loks sendur í röntgenmyndatöku og reyndist brotinn og fór beint á spítala í aðgerð.

Og við það tók hagvöxturinn kipp ...

Auðvitað vildum við helst að læknar, slökkviliðsmenn, fangaverðir og lögreglumenn hefðu alls ekkert að gera. En þá yrði til atvinnuleysi sem er slæmt fyrir hagvöxtinn. Er ekki eitthvað skakkt við þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband