Sakramentið

Ólafur Jóhann á næga aðdáendur þótt ég leyfi mér að gagnrýna Sakramentið fyrir yfirborðskennda og langdregna frásögn. Bókinni er auðvitað ekki alls varnað, ég varð forvitin um tvö atriði enda sagan spennusaga í því tilliti, en ég náði sem sagt ekki almennilegu sambandi við persónurnar. Togstreitu nunnunnar vegna ástar sinnar og svo framkomu í ferð sinni á Íslandi hefði verið hægt að gera jafn góð skil á langtum færri blaðsíðum. Siðferðisklemman er ekki ný og ekki nýstárlega um hana skrifað. Viðbrögð kirkjunnar komu ekki á óvart. Stóllinn sem skýrslum er stungið undir er á sínum stað. Samviskubit vegna aðgerðaleysis þótt brotið sé á börnum er þekkt.

En bæði Jesús og Drottinn voru rétt fallbeygðir og ég er ánægð með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband