Tælensku strákarnir

Eins og allur heimurinn óska ég þess að fólk í sjálfheldu komist úr henni. Mér finnst hins vegar (myndrænn) fréttaflutningur af björgun fótboltastrákanna svo ótrúverðugur að ég hlýt að efast. Aðstæður eru þröngar, tímaramminn knappur -- og svo birtast vídeó úr vatninu! Það þarf sérhæfða kafara til að komast að strákunum (og náðu þeir 13 eina glugganum í allt heila sumar til að komast án súrefniskúta í hellinn?) og eru þá líka til sérhæfðir myndatökumenn sem kunna á súrefniskútana og hafa pláss til að athafna sig? Og eðlilega kann enginn við að hafa orð á þessu.

Hvað sem efasemdum mínum líður vona ég virkilega að innilokað fólk komist úr hellinum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit ekki hvort þú ert að grínast með efasemdirnar eða kemur þessu svona klaufalega frá þér. Fyrir það fyrsta þá er þetta ekki eini glugginn í allt sumar. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan þeir gengu þarna inn þurrum fótum og lokuðust inni vegna rigningar og skyndiflóðs sem hrakti þá innar.

Kafarar eru með litlar myndavélar á hjálmunum eins og flestir í útivistarsporti í dag. Kapphlaupið var við monsúntimann sem nú fer í hönd. Það sem gerði þessa leið mögulega var að hægt var að dæla nægilegu vatni út úr hellunum til að þetta væri mögulegt. Það var annað hvort að gera þetta núna eða halda í þeim lifi þarna í einhverja mánuði.

Enginn fór út eða innúr þessum helli án súrefniskúta eftir að þá flæddi. Það var ástæðan fyrir því að þetta var gert í áföngum, því það þurfti að skipta út súrefniskútum á milli. En þú getur klórað þér í höfðinu eins og þú vilt. Ef þú skilur þetta ekki, þá get ég lítið hjálpað. Kannski Alex Jones eða samsærisvitfirringar á internetinu séu með svörin fyrir þig.

Ég veit ekki hvað þú ert að gefa í skyn, en eg vona svo sannarlega að þú sért ekki í því hugarástandi að halda að þetta sé allt í plati eða einhverskonar alheimssamsæri.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2018 kl. 14:13

2 identicon

Ég er ekki alveg viss um í hvað þú ert að vísa, en mögulega hefur þú eins og ég séð köfunarmyndbönd sem fólk er að birta hlekki á, á facebook og deila eins og vindurinn. Einhver af þeim myndböndum eru ekki af björguninni nú, heldur frá franskri hellabjörgunaræfingu frá 2010. Hér er dæmi : https://www.facebook.com/ismail.koye.2581/videos/pcb.415522358934495/415557155597682/?type=3&theater 

Með bestu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.7.2018 kl. 15:22

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jón Steinar. Mér finnst óþarfi að gera mér upp illt innræti þótt ég hafi þessar efasemdir. Fréttirnar af þessu máli hafa að mörgu leyti verið undarlegar. Öllum hlýtur að finnast frábært ef hægt er að bjarga lífi fólks sem lokast inni og mér finnst það líka. En hefur þér aldrei dottið í hug að fréttir af byssuárásum í grunnskólum í bandarískum smábæjum eigi ekki við rök að styðjast? Kannastu ekki við að byssusala aukist í kjölfarið í Bandaríkjunum?

En ef þetta er allt satt og rétt, getur þá ekki alheimssamfélagið sameinast um að greiða götu fleira fólks sem lendir í ógöngum? Þetta er ekki kaldhæðni, margt fólk á um sárt að binda og er lokað inni af mannavöldum án þess að hafa neitt til saka unnið og börn tekin frá foreldrum sínum. Eru þau ekki í einhverjum tilfellum lokuð í búrum? Ekkert persónulegt af minni hálfu, bara eitthvað sem ég hef séð í fréttum. Mér finnst heilbrigt að efast og sé ekkert dónalegt við það að setja spurningarmerki við sumt sem ég heyri í útvarpinu.

Habbý. Jú, myndbandið þar sem fullorðinn virtist vera á börunum leit undarlega út. Líka umræðan um að það þyrfti 10-20 klukkutíma til að fylla á kútana. 

Berglind Steinsdóttir, 10.7.2018 kl. 23:31

4 identicon

Ég segi bara aftur - ég er ekki viss um það í hvað þú ert að vísa og sé t.d. ekki vídeóið úr vatninu eða mann á börum. Yfir og út.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband