Miðborg verktakanna

Ég veit að þessi færsla er ekki sérstaklega jólaleg en það þyrmdi yfir mig í gærkvöldi þegar ég ætlaði að hjóla Lækjargötuna í húminu. Ég hjóla oft á þessum slóðum en forðast að hjóla Hverfisgötuna og Laugaveginn seinni part dags vegna mannmergðar. Í gær ákvað ég að hvíla mig á Hringbrautinni þar sem framkvæmdir við meðferðarkjarna LSH standa yfir og hjólaði út úr Vonarstrætinu með augun til vinstri. Mér sýndist ég komast í gegnum jaðar á byggingarsvæðinu á Íslandsbankareitnum en þegar ég var rétt lögð af stað grillti ég í girðingu hinum megin og byrjaði að snúa við. Þá kallaði maður eitthvað, kannski: Lestu á skiltið.

Ég sagði, þreytulega: Já, ég er búin að átta mig núna. Af því að hliðið var opið sá ég ekki skilti sem á stendur að svæðið sé lokað. Við spjölluðum aðeins, bæði þreytt á því ástandi sem mæðir á okkur en kurteislega, fannst mér.

Þessi verktaki er bara að sinna verki sem hann er ráðinn til að sinna þannig að mér dettur ekki í hug að andskotast út í hann. Og minn vandi er auðvitað lúxusvandi vegna þess að ég get þó hjólað og gengið í og úr vinnu, í og úr búð, í og úr félagsstarfi, og ég á líka bíl og get farið ferða minna akandi þegar mikið liggur við. En það er samt þreytandi að mæta öllum fyrirstöðunum OG fá skammir fyrir að vera fyrir.

#aðförin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband