Nýjárskveðjur??

Allt í einu er fólk farið að senda „nýjárskveðjur“ í gríð og erg. Þegar ég fletti þeim upp með þessum rithætti á timarit.is fæ ég aðeins örfá dæmi úr blöðum en ef ég tek j-ið burt, eins og var hamrað á alla grunnskólagönguna, ekki j á milli sérhljóða, fjölgar blaðakveðjunum til muna.

Ég er ekkert viðkvæm fyrir þessari villu þótt ég myndi leiðrétta hana í próförk en ég er alveg standandi hlessa á því hvernig j-ið ryður sér skyndilega til rúms.

Kannast lesandi minn við þetta freklega upphlaup og inngrip stafsins j? Ég er viss um að það var hér ekki í gær (fyrra).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband