Meint ungfrú Ísland

Já, það er svo merkilegt að ég var búin að heyra ýmislegt um nýjustu bók Auðar Övu áður en ég opnaði hana. Ég legg mig annars lítt eftir bókadómum.

Ég var ekki á dögum árið 1963 þannig að ég get ekki sótt í eigin hugarheim neitt af því sem lýst er í bókinni sem mér finnst vel skrifuð og skemmtilega sviðsett nema -- og það er svolítið stórt atriði -- að mér finnst Hekla, aðalpersónan, njóta sannmælis hjá ýmsum, t.d. föður sínum, Jóni John, Íseyju og Starkaði. Mér finnst sem sagt í öðru orðinu henni lýst sem fórnarlambi sjöunda áratugarins og hinu orðinu, nei, í verki er henni hreinlega hampað og hún metin að verðleikum.

En algjörlega tveggja kvölda virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljúf lesning, algjörlega, en ég féll ekkert kylliflöt fyrir bókinni. Bara svona fín.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband