Föstudagsmótmæli

Vá, hvað ég er spennt fyrir umhverfisvitund barna og unglinga, ekki síður en fullorðinna. Vá, hvað ég vona að við förum að taka umhverfisógnina alvarlega. Fermingardrengur í nærumhverfi mínu hefur beðið um græðlinga í fermingargjöf til að geta kolefnisjafnað. Vá, hvað við höfum dregist aftur úr og höfum góð tækifæri til að bæta um betur.

Vá.

Ég þekki ekki börnin sem skrópa en þau eru örugglega indæl og meina vel. Ég væri til í að sjá viðtal við þau þar sem þau væru spurð hvort þau væru líka sjálf til í að fækka utanlandsferðum sínum og fara vel með rafmagn og eldsneyti. Vilja þau fórna sínum gæðum? Kannski. En sannarlega er ánægjulegt að sjá vitundarvakningu ef hún er ekki skrópið tómt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Góður pistill. Já það er vissulega gaman að sjá eldmóðinn í ungviðinu. Spurning, eins og þú bendir réttilega á, hvort þau sjálf hafi uppgötvað allt sem í þeirra eigin valdi stendur, fyrir utan skrópið. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2019 kl. 00:40

2 identicon

Aldís Mjöll Geirsdóttir, fyrrverandi formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta..... „Það er verið að kalla eftir löngu tímabærum aðgerðum stjórnvalda og stóriðju. Auðvi..."

Eins og venjulega þá er áherslan á að einhverjir aðrir geri eitthvað.

Börnin sem skrópa eru indæl, en þetta er bara æfing í hjarðhegðun. Það að þau mæta ekki á sínum frítíma, eftir skóla eða um helgi, sýnir hversu miklu þau eru tilbúin til að fórna.

Vagn (IP-tala skráð) 21.3.2019 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband