Ríkharður III.

Uppsetning Borgarleikhússins á þessu ómenni Shakespeares hefur fengið næstum einróma lof og það er alltaf dálítið óhollt fyrir þá sem eiga eftir að sjá. Ég naut þess alveg að vera þrjá tíma í leikhúsinu, þekki ekki verkið vel og fannst gaman - með fyrirvara um grimmdarverkin - að horfa á það, fannst leikmyndin einföld og góð með svarta (dapurlega) skrautinu, stillönsum, áhorfendabekkjum, sessunum, yfirdrifnum búningum og stólnum sem konungur notaði til að rúlla sér um sviðið. Ég saup hveljur yfir Kristbjörgu Kjeld, það sem hún er mögnuð, en fékk sama óþolið og alltaf gagnvart Sigrúnu Eddu sem mér finnst aldrei sýna mér neitt nýtt. Fyrirgefið hreinskilnina. Mér finnst ekki ganga upp að hvert einasta orð sé aðalorðið. Og mér fannst það því miður líka um Þórunni Örnu sem var sorglegra fyrir það að þýðingin var í óbundnu máli og textinn fór ljómandi vel í eyrunum á mér.

En stóri gallinn var að Ríkharður sjálfur segir í upphafi að hann sé svo gallaður og laus við góðmennsku að hann ætli bara að vera alvondur. Hann lét líka eins og hann væri ófær um ástarleiki vegna líkamlegrar fötlunar. Ég hélt að hann væri svo klókur að enginn sæi í gegnum hann en það reyndist ekki vera. Ég skil sem sagt ekki Ríkharð sjálfan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband