Ör eftir Auði Övu

Það er þetta með væntingarnar. Ég heyri höfund flytja innblásna ræðu, heyri lesendur hæla bók höfundarins og reikna þá með að hún sé góð þótt reynslan eigi að hafa kennt manni að stilla væntingum í hóf.

Ég las Ör um páskana og frásagnarmátinn höfðar ekki til mín. Jónas er andhetja, tapari, maður sem ætlar að gefast upp, maður sem berst ekki fyrir sínu en lendir svo á vettvangi stríðs og fær óvænt hlutverk. Það áhrifamesta er þegar maður, fullur meðaumkunar með sjálfum sér fyrir skipbrot í hjónabandinu, kynnist alvöruneyð og þeim hörmungum sem gera það að verkum að fólk vill frekar láta sprengja sig en ná sér. Steinunn Inga gerði þeim þætti sérlega góð skil í ritdómi 2016: Hvað gerum við af því sem við getum gert fyrir fólk í neyð?

Sagan vann samt á og mér fannst tímanum með henni ekki illa varið en, vá, hvað ég var ósammála kommusetningunni. Hún, var, svo, 1960 og ég fíla það ekki. Kommusetningin hægði á lestrinum þar sem það átti ekki við.

Ókei, gleðilegt sumar þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband