Hvenær verður kýr kú?

Sem unglingur var ég móðurmálsfasisti sem leiðrétti fólk sem talaði vitlaust að mínu áliti og samkvæmt því sem mér hafði verið kennt. Ég hef skipt um skoðun. Ég reyni enn að vanda mig og er heldur íhaldssöm fyrir mína parta en ég vil frekar að við tölum íslensku sem þróast en að eiga hana í formalíni og sjá yngstu kynslóðirnar hverfa inn í ensku.

Og ef menn hætta að beygja kýr ætla ég ekki að gráta mig í svefn heldur beygja þær og ærnar eins og ég lærði það í barnaskóla án þess að agnúast út í frjálslyndi annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fylgi þér. Tek líka undir með þeim sem benda á að fólk sem leiðréttir aðra miskunnarlaust, er líka að tala fólk niður og krítisera, í staðin fyrir að ræða málefnið. 

"Mér svimar og ég held að það sé að missa meðvitund. Viltu aðstoða mig? "

"Maður á að segja mig svimar!"

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.6.2019 kl. 11:50

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég man einmitt eftir þessu purkunarlausa bragði einhverra í hruninu, þegar stjórnvöld voru gagnrýnd kom einhver postulinn og sagði: Piff, það á að vera ufsilon í gagnrýni. Ég held að það hafi ekki verið tilviljun ...

Berglind Steinsdóttir, 3.6.2019 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband