Meðvirk á fundi

Ég veit að á Al Anon fundum, fundum fyrir fullorðna aðstandendur alkóhólista, ríkir nafnleynd og að það sem maður verður áskynja á fundunum á maður að skilja eftir þar. Þess vegna segi ég ekki frá neinu öðru en því að eftir einn fund er ég ekki búin að finna neinn sem er í sömu stöðu og ég. Ég tók til máls á fundinum sem ég mætti á og mér var vinsamlega tekið en ég mætti aðallega til að hlusta. Mér finnst óþægilegt þegar fólk talar um guð og æðri mátt sem fólk leggur örlög sín í hendurnar á (ekki bein tilvitnun í neinn, mín túlkun). Mér finnst óþægilegt að hugsa til þess að ég þurfi að breyta mér til að -- hvað? Sætta mig við að Gummi er skíthæll, hvort sem hann drekkur, dópar eða hvorugt, og stelur af mér peningum?

Ég ætla að mæta á fleiri fundi og með eins opinn huga og ég get en mig langar enn að vita hvernig minn 58 ára gamli bróðir sem hefur verið i meira en 20 ár virkur hjá AA getur verið í bataferli en samt svínað á fólki í kringum sig, sínum nánustu og GUÐ má vita hverjum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband