Læknir eða hjúkka, þar er efinn

Hér vantar tjáknmynd af samfélagsmiðlunum af apanum sem heldur fyrir augun á sér. 

Ég þarf að segja sjálfri mér sögu af staðlaðri kynjamynd. Á fimmtudagskvöldið sat ég of lengi í heita pottinum í Sundhöllinni eftir hjól og hlaup fyrr um kvöldið. Þegar ég var farin upp úr og búin í sturtunni var mér svo ómótt að ég varð að leggjast út af. Aðstæður í Sundhöllinni eru þannig að ekki er annað í boði en gólfið og ég vafði um mig handklæðið og lagðist svo á gólfið. Starfsstúlka bauð mér þrúgusykur og vatnsglas og ég þáði það. Svo var þarna umhyggjusamur gestur sem spurði um blóðþrýsting og eitthvað sem ég velti aldrei fyrir mér þannig að ég fór að velta því fyrir mér og spurði svo: Ertu hjúkka?

Nei, sagði hún brosandi, ég er læknir. 

Hún ráðlagði mér að fá mér salt, bara venjulegt borðsalt, þegar ég kæmi heim. Ég gerði það, sofnaði vært og kenndi mér ekki frekara meins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband