Talgreinir > vél sem breytir tali í texta

Ég var svo lánsöm að sitja útvarpsnámskeið í vor og afrakstur þess var að gera útvarpsþátt fyrir þáttaröðina Fólk og fræði. Ég valdi að fjalla um talgreini sem ég nota í vinnunni, vél sem breytir mæltu máli í læsilegan texta. Vélin er ekki mennsk og hún gerir ómennskar villur en hún léttir okkur handavinnuna.

Þátturinn er aðgengilegur á vef RÚV til 7. desember. 

Skilyrði fjárlaganefndar fyrir að veita fé til þróunar talgreinis sem hefur verið í höndum HR var að hugbúnaðurinn yrði opinn og ég sé fyrir mér að heilbrigðiskerfið, dómskerfið og fjölmiðlar gætu nýtt sér hann. Ekki hika við að hafa samband við Jón Guðnason hjá HR eða mig hjá Alþingi ef þið haldið að talgreinir myndi létta ykkur lífið. Uppsetning hans krefst tæknikunnáttu en þegar uppsetningin er í höfn er notkunin einföld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband