Umferðin

Það er mjög langt síðan ég fór að hafa áhyggjur af of mikilli bílaumferð og áhrifum á umhverfi og lifsgæði. Þetta var helsta deilumál okkar mömmu heitinnar og það sem olli nokkrum hurðarskellum. Henni fannst að fólk mætti keyra bílana sína ef það hefði efni á því að eiga og keyra bíl en mér fannst og finnst það samfélagslegra spursmál hvort fólk keyrir allt sem það á erindi, einmitt þar á meðal í stór hús til að hlaupa síðan á brettum inni.

En auðvitað vil ég að fólk hafi val, að sjálfsögðu, líka til að keyra bílinn sinn og almennt til að taka heimskulegar ákvarðanir – svo fremi að þær bitni ekki á öðrum. Og það er einmitt galdurinn við að búa í samfélagi, við erum alltaf að taka tillit og fólk er alltaf að taka tillit til okkar. 

Ég er svo heppin að geta gengið og hjólað og er mjög þakklát fyrir það, alveg eins og ég er mjög þakklát fyrir að þurfa ekki að fara út í úrhellið sem er núna, hvorki til að ganga, hjóla né keyra. 

Mér blöskrar að Vegagerðin sé byrjuð að lengja frárein og breikka ramp til að mæta umferðartoppum en fólkið sem kvartar mest yfir umferðinni er það sem býr umferðina til. Ég er EKKI að biðja alla að hjóla, ég vil bara að þau sem vilja hjóla (lengri vegalengdir en ég þarf að fara) eigi í alvörunni möguleika á því án þess að eyða öllum deginum og vera í stöðugri lífshættu.

Einn borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að akandi umferð gjaldi fyrir alla gangandi farþegana og ég held næstum að henni fyndist eðlilegur fórnarkostnaður að sirka tveir vegfarendur dæju á gangbrautinni ef hægt væri að öðru leyti að nýta grænuljósaflæðið fyrir bílana. Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst ekki þægilegt að stoppa marga bíla við Klambratún til að komast yfir Miklubrautina, mjög meðvituð um að tefja fjölda fólks, en hinn kosturinn væri að lengja leiðina mikið hjá mér eða skjótast yfir á rauðu.

Væri kannski hægt að finna lausn fyrir báða hópa? Stokk undir Miklubraut fyrir bílana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband