Strætó fer til Keflavíkur

Voruð þið búin að frétta það?

Mér skilst að Strætó bs. sé ekki með aðstöðu eins og flugrúturnar en miðað við áætlun fer strætó fyrir helmingi lægri fjárhæð (og með aðeins fleiri krókum) í flugstöðina. Mér finnst bara svo skrýtið að ég hafi þurft að uppgötva það með netleit. En bráðum mun ég láta reyna á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæl Berglind. Jákvætt að þú hafir uppgötvað strætó til KEF. Einhvers staðar uppgötvar maður það sem er í boði, stundum gegnum kunningsskap, eða eins og þú með netleit. Mér finnst alltaf erfitt að fletta upp á einstaka leiðum á Strætó.bs á netinu, spyr frekar i þjónustunni í Mjódd. 

En til fróðleiks, þá fer ég nokkrum sinnum á ári í heimsókn til fjölskyldunnar á Akureyri. Nota aðallega strætó. Þegar ég er með lítinn faragur er það bara snilld: Labba smá útá strætóstöð hjá mér um 8:30 og fer í Mjódd. Tek þar Akureyrarvagninn sem fer kl. 9:00, og er komin til Ak. kl. 15:30 og labba smá og hoppa með hafurtaskið beint inn frían strætisvagn sem ekur í mitt hverfi, svo labba ég smá og 'ég er komin heim.'

Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.10.2019 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband