Eliud Kipchoge 1:59:40

20191012_082513

 

 

 

 

 

 

Það var svo margt geggjað við að sjá Keníamanninn Eliud Kipchoge hlaupa heilt maraþon undir tveimur klukkutímum í morgun. Hann var afslappaður, hann var glaður og hann var hvetjandi. Við þurfum ekki öll að slá met í íþróttum og ekki að vinna allan heiminn, bara bæta okkur sjálf og setja okkur raunhæf markmið sem við vinnum síðan að.

Það fundust mér vera skilaboðin frá Eliud og ég fer öll glaðari út í daginn.

En hann hljóp nokkra kílómetra í skólann þegar hann var krakki og á tímum loftslagskvíða er hollt að minnast eigin vélarafls þótt maður ætli ekki að setja heimsmet í hlaupum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband