samromur.is

Ég mætti á mjög gefandi morgunmálþing um íslenskuna í morgun. Nokkrar stofnanir héldu það, þar á meðal Almannarómur sem er sjálfseignarstofnun sem mun hafa umsjón með smíði máltæknilausna en svo skemmtilega vill til að máltækni er áhugamál mitt til margra ára(tuga).

Erindin voru fjölmörg, öll stutt og flest upplýsandi. Ég hef hnóhnikað mér í kringum það málefni í nokkur ár þannig að ekki allt kom mér á óvart en ég var sannarlega ekki búin að átta mig á að svona víða væri svona margt komið vel áleiðis, t.d. í bönkunum.

Og svo er búið að opna Samróm og við erum öll hvött til að gefa raddsýni. Við ætlum ekki að glata íslenskunni, við ætlum bara að þróast saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband