Ef maður flytti til útlanda ...

Ef maður flytti til útlanda og kæmi ekki heim til Íslands í þrjú ár ... hvers skyldi maður sakna mest fyrir utan fólkið sitt? Sundlauganna, sagði maður. Sjósundsins? spyr ég. Birtunnar kannski í október? Hreina loftsins? Heimurinn er orðinn svo lítill, eða stór eftir atvikum, með tilkomu netsins að allar fréttir berast jafn hratt til Kambódíu og Súgandafjarðar. Ég held samt að ég myndi sakna kunningjanna því að ég myndi alltaf halda sambandi við vinina. En það yrði náttúrlega flóknara í Simbabve en í Kaupmannahöfn.

Já, það er laustengslanetið og spjöllin á götuhornunum sem ég sæi fjara út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband